Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Blaðsíða 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
95
sem hann treysti þeim illa, eftir kunningsskap-
inn við Bach, þá skifti hann einatt um og
gætti þess, að láta þá aldrei vita hvorn um
annann.
í raun og veru þóíti honum leitt, að vera
svona tortrygginn gagnvatt öllum nema Philip
Manson, en nær fjell honum um trega að
komast að því, að öll vinnugleði hans var
horfin. Manson setti sjer það mark, að gera
Wheat Belt brautina að fyrirmyndarjárnbraut og
vann að því á meðfæddan rólegan hátt. Steele
fanst þessi metnaður tilgangslaus og lítils um
verður, þar sem einhver braskarinn í New
York gat gert fjelagið að fjárglæfrafyrirtæki, gat
eyðilagt það, ef hann vildi og sagt upp starfs-
mönnum þess með viku fyrirvara. Virðing
hans fyrir Manson og löngun hans til að gera
eina manninum í veröldinni greiða, sem hafði
reynst honum vinur, hjeldu honum í stöðinni
meira en ár, þótt vinnan yrði honum æ erfið-
ari, en þá kom atburður fyrir, sem gaf honum
tækifæri til að hætta að vera nytsamur þjóð-
fjelagsborgari og fara yfir i hóp hintia rænandi
braskara. Varðhundurinn var orðinn að gráð-
ugum úlfi.
Stöðvarsfjórinn sagði kæruleysislega, að sjer
kæmi hraðlestin ekkert við, og sótti inn á
símaskrifstofuna sterkan trjestól, sem hann Ijet
í mestu forsæluna á stöðvarpallinum, því næst
settist hann og sperti bífurnar upp á grindurn-
ar, dró hníf upp úr vasa sínum og fór að
tálga staf; starf, sem hraðlestin virtist hafa tafið
hann frá.
Andspænis honum í brennandi sólskininu
stóð ungur, grannvaxinn maður með ferðatösku
í hendinni. Hann horfði örvæntingaraugum á
hraðlestina, sem var að hverfa við sjóndeildar-
hringinn og Ijet eftir slg langan reykjarhala
eins og halastjarna. Pví næst sneri hann sjer
að hinum rólega stöðvarstjóra.
»Pað er þá alvara yðar, að hjeðan fari eng-
in lest á hliðarlínunum fyr en eftir hálfan
þriðja tíma?«
»Pað hefi jeg aldrei sagt, af því að hjer er
engin hliðarlína.*
»Engin hliðarlína? Til hvers eru þá þessir
ryðbrunnu teinar, sem liggja á hægri hönd?«
»Já, það eru 5—6 þúsund manns, sem
gjarnan vildu fá þeirri spurningu svarað.
Fyrrum vildi fólk þetta gjarnan vita það, en
nú Iætur það sjer ekki eins ótt. Jeg á hjer
við hluthafana, sem lagt hafa fje sitt í brautina.
Við köllum þetta bændabrautina, og hún er
ekki hliðarlína, hún er jafnsjálfstæð og aðal-
brautin.c
»Eða þjer sjálfir,« mælti ungi maðurinn.
»Nú jæja, hvað sem því líður, hún er sjálf-
stæð og mjer kemur hún ekkert við.«
»Hafa ekki þessir helvítis asnar, sem eíga
hana, látið sjer detta í hug, að tengja hana
einhverri lest á aðalbrautinni ?«
»Við eium auðvitað allir a;nar, ef við eigi
erum frá Chigaco,* sagði stöðvarstjórinn
rólega.
»Jæja, vinur minn, við skulum láta hjer við
sitja. Jeg vildí, að jeg gæti fengið eitthvað
að drekka, ef hjer væri krá nærri, sem ekki
lítur út fytir. Pað er víst hvergi sfaður hjer
f þessum fordæmda reit, þar sem hægt er að
fá svaladrykk á heitum dögum?«
»Nú skal jeg segja yður, að lest sú, sem
kemur á morgnanna kl. 9 vestan að, skilur
hjer eftir stóran ísköggul. Pessi ísköggull
rennur í stórri frjeíötu inni á símaskrifstofunni
og vatnið í kringum hann er ískalt. Ef þjer
eigið eitthvað í vasa yðar eða í töskunni yðar
til að blanda það, þá er ekkert til fyrirstöðu,
að þjer getið fengið ágætan svaladrykk.«
»Kæri vinur,« sagði Steele hlægjandi, »þjer
ættuð að vera forstjóri þessarar brautar í stað
stöðvarstjóra. Pjer eruð vitrasti maðurinn, sem
jeg hefi hitt í tvö ár.«
Um leið og hann sagði þetta, opnaði hann
handlöskuna og tók upp úr henni stóra leður-
klædda flösku með siifurstút.
*Jeg til, að við förum inn á símaskrif-
stofuna,« bætti hann við, »og rannsökum þessa
trjefötu.«