Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Blaðsíða 90

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Blaðsíða 90
168 NYJAR KVÖLDVÖKUR. hann hafði ekki nóga peninga fyrir farseðil til Hampshire. »Nú, jæ-ja, látið þjer mig þá hafa farseðil eins langt og peningarnir hrökkva,* sagði Ge- org Ágúst kæruleysislega. Klukkutíma síðar steig hann út úr lestinni við litla járnbrautarstöð, nokkrar mílur frá Warwicks Wold, þar sem Daniels bjó. Breiður þjóðvegur lá þaðan milli frjósamra akra. Fólk var önnum kafið við heyvinnu. Hann reikaði af stað og var hinn ánægðasti. Vonaði hann að ná til Warw'cks Wold fyrir kvöldið. Hann leit með meðaumkun á fólkið, sem var við vinnu sína. »Vejlings fólkið! Hvað vissi það um fegurð lifsins? Nei,« hugsaði Georg Ágúst, »vinnan rænir allri lífsgleði.« Hann beygði sig niður til að slíta upp blóm og festa í hnappagatið. í sama bili heyrði hann eitthvert hljóð. Hann leit í kringum sig, en gat ekki sjeð nokkra lifandi manneskju neins- staðar í nánd. Rjett í því heyrði hann sama hljóðið aftur. »Rað er víst aðeins hjeri, sem hefir verið veiddur í snöru,« hugsaði Binnell. Hann hafði einu sinni sjeð það gert. Rað var grimdarleg veiðiaðferð. Hann hljóp út af veginum og skaut kjariinu til hliðar. Hljóðið heyrðist enn, Og nú var það angistaróp. Hann hvatti sporið. »Hamingjan hjálpi mjer!« hrópaði hann, þegar hann sá gráan böggul, sem lá í grasinu á bakkanum á skurði einum djúpum. Hann vissi undir eins hvað var í bögglinum. L!tið, Ijóst höfuð gægðist út úr honum. Binnell beygði sig niður og leysti ullarvoðina, sem bundin var utan um. Lítill Ijóshærður hnokki starði á hann og munnurinn litli var tilbúinn að hljóða á ný, en er hann sá ókunnan mann, varð hann svo undrandi, að hann steingleymdi að hljóða. Drenghnokkinn var á að giska ársgamall. »Litli anginn þinn,« tautaði B'nnell. Dreng- urinn myndaði sig til að brosa, en gre'p svo með allri hendinni um þumalfingur Binnells og stakk honum upp í sig. »Nei, vinur minn,« sagði Binnell ákveðinn. »Retta lætur þú ógert. En hver ert þú? Kanske ofurlítill Móse. Jeg verð þó að segja, að þú átt heldur þokkalega foreldra.* »Ba-ba-by,« hjalaði barnið og reyndi að standa upp, en valt undir eins um koll. Georg Ágúst hló. »Jeg skal hjálpa þjer, lítill.« Hann rjelti drengnum hendurnar, sem greip þær og brosti glaðlega. »Rað er víst nafnspjald, sem saumað er fast þarna á skyrtuna þína,« sagði Binnell og reif laust, óhreint umslag, sem var fast við skyrt- una. í umslaginu var svohljóðandi brjef: »Kæra kona eða karlmaður eða hver sem þú ert! Komdu barni þessu á munaðarlausra hæli. Við getum enga vinnu fengið. Við ætl- um að fara til Ástralíu og við getum ekki haft barnið með okkur. Gefðu ríkinu það.« »Petta er laglegt,« sagði Binnell og leit á drenginn, sem nú saug þumalfingur sinn f ákafa. »Rú heyrir engum til og foreldrar þínir hafa hugsað, að þú gætir tekið upp baráttuna fyrir lífinu aleinn áður en þú getur sagt ba-ba.« »Ba-a, ba-a,« endurtók barnið í sama tón. Bmnell hló aftur. »Bravó, lítill,. sagði hann. »En hvað á jeg nú að gera við þig? Ekki get jeg tekið þig með mjer til Bob. Jeg verð víst að fara með þig til næsta bóndabæjar og senda þaðan orð til einhvers munaðarlausra hælis, eða einhverr- ar annarar stofnunar, sem tekur á móti svona landshornamönnum. En skömm er að því,« tautaði hann. Drengurinn spriklaði öllum öngum af ánægju, þegar Binnell lyfti honum á öxl sjer. Hann reif í hár Binnells og togaði í það af öllum kröftum. En eftir stutta stund varð drengurinn syfjað- ur. Binnel tók hann af öxl sjer og hjelt á honum í fanginu. Litli, Ijósi kollinn hagræddi sjer á handlegg Binnells og eftir litla stund lukust augun aftur. Binnell leit á litla andlitið. Hann fór að hugsa um, hvað mundi verða utr. þennan litla dreng og vonaði með sjálfum sjer, að allir yrðu góðir við hann á barnahælinu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.