Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Blaðsíða 103

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Blaðsíða 103
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 181 og mjólkurinnar úr kúnni. Rau voru þreytt og áhyggjufull. Myrkrið og þögnin var eins og í gröf. Rau gengu um eins og þögul í daufri skímu ósandi grútar-lampans. Lampanum varð að halda logandi dag og nótt; sloknaði á honum, voru þau dæmd til vonlausrar myrkur-setu, því að nú var hlóða- eldurinn dauður. Guðný færði kveikinn með skjálfandi hendi upp í lampanefið á hverju kvöldi. Ljósið varð að örlitlum rauðum neista, sem skýldi sjer í blárri skel. Nú varð að spara Ijósmatimi. Hún þorði naumast að sofa, vegna þess hún óttað- ist, að ljósið kynni að deyja. Eitt lítið óhapp, og hún var vonlaus og ráðalaus með börnin í grafarmyikri. Einn morgun sá hún, að baðstofuþakið var að gefa sig. Eitt augnablik sat hún sem steini lostinn á rúmstokknum; svo mundi hún alt f einu eftir, að loftið í skemmunni var gert af lausum borðum. Og nú átti hún annríkt við að ná þeim niður, klúfa þau í renninga, og gera úr þeim skáskífur undir sperrurnar í bað- stofunni, sem farnar voru að bogna. Hún þorði ekki að hugsa um, hversu djúpt bærinn mundi vera grafinn í fönn, hún hafði heldur ekki tima til þess. Önnur þök fóru að gefa sig, hinar gildu sperrur stóðu spentar eins og bogastrengur. Pað var dauðinn, sem var að þrýsla á bæjar- þökin, Hægt og fast var hann að leggja bæ- inn samann með sinni þungu og helköldu jökul-hendi. En Guðný gafst ekki upp. Hún var viss um, að Höskuldur væri á iífi, og svo framar- lega, að nokkur lífsvon væri fyrir hana og börnin, þá ætlaði hún sjer að frelsa þau og sig. K'ndunum og kúnni mátli heldur ekki gleyma, helst vildi hún geta bjargað öllu, bæði lifandi og dauðu, svo framarlega að það stæði í mannlegu valdi. Erfiðleikarnir gerðu hana einbeitta og ákveðna. Hún öðlaðist ráðsnild, sem hún ekki vissi, að hún ætti. Hún reif alt loftið úr skemmunn', og setti styttur og stoðir þar sem þeirra var þörf. Hún var ait af á ferðinni, vakti yfir öllu með altsjáandi auga. Hún svaf lítið, en þegar hún unni sjer hvíldar, þá svaf hún svo fast, að fremur líktist dauða en svefni. Rað var komið aðfangadagskvöld. Guðný og börnin sátu i fjósinu hjá kúnm'; það gerðu þau til að hafa meiri fjelagsskap. Þar sungu þau jólasálma og annað gott, alþýðuvísur og sein- ast fóru þau með barnaþulur. Kýrin lá og jórtraði; hún lagði snoppuna í kjöltu Guðnýjar og Ijet hana kjassa sig, og alt í einu var kyrð- in í fjósinu rofin af glymjandi kindajarmi. — — — Regar þau gáfu kindunum seinm' gjöfina, höfðu þau gleymt að loka fjárhúsinu, og nú þrengdu kindurnar sjer inn í fjósið, snuðruðu upp í básinn til kýrinnar, og sníktu eftir brauð- bita hjá Guðnýju og börnunum. Timinn leið og Guðný og Árni notuðu hverja stund til að grafa sr.jógöngin; þau göng voru þeim leiðin til lífsins. Tröppurnar voru hnjeháar, þau tróðu þær harðar og ílatar. Tröppurnar voru orðnar tíu. Göngin voru komin hærra en bæjarburstin, samt sást engin lýsing f skaflinum fyrir ofan þau. F*á sló þeirri hugsun niður i huga Guðnýjar, að heimurinn hefði eyðilagst þessa miklu stórhríðarnótt, ell- efu dögum fyrir jól. Rá væri ekki til ónýtis barist, — allar bygðir og bæir, og alt land, væri sokkið í.drifhvítan snæ, og ef henni ein- hverntíma auðnaðist að grafa göng upp á yfir- borð snæsins, þá mætti ekki annað augum hennar: Snæþakin mannlaus auðn. — Útdauð jörð, — þar sem ekkert líf þrifist. — En þessari hugsun rýmdi hún á burt úr huga sjer og hún og Árni hjeldu áfram snjómokstr- inum, litu eftir bæjarþökunum og settu stoðir þar sem þeirra þurfti með. Vatnið í læknum smáminkaði; seinast varð það svo lítið, að fatan varð að standa stöðugt undir bunusteininum; vatnið lak fram af hon- um í dropatali. Kindurnar urðu að gera sig ánægðar með snjó og Guðný fór að reyna að gefa kúnni snjó líka, en það vildi ekki ganga vel. Rað kom fram á nyt kýrinnar, hún smá-þvarr. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.