Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Blaðsíða 76

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Blaðsíða 76
154 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. bak við mannþyip:nguna, getum við næstum komist þangað, sem leikstjórinn stendur.* Leikurinn var í fullum gangi, þegar þau komu þangað. Sorglega útlítandi ungur maður sat á bekknum og gerði ýmsar hreyfingar, líkt og vjelbrúða, með höndum og fótum. »Hættið!« hrópaði leikstjórinn í örvæntingu. »Retta er ógurlegt. Getið þjer ekki skilið bet- ur hlutverk yðar, er mjer ómögulegt að nota yður. Maður, sem ætlar að ,fara að skjóta sjálfan sig, spriklar ekki svona með öllum öng- um. Er það aðeins á þennan eina hátt, sem þjer getið látið eymd yðar í Ijós ? Látið þjer mig nú sýna yður, hvernig þjer eigið að gera þetta. En takið þjer nú vel eftir og reynið svo að gera eins.« Leikstjórinn Ijet sig falla niður á bekkinn, hallaði sjer áfram og byrgði andlitið í höndum sjer. Rannig’sat hann um stund. Svo stóð hann upp og leit ílóttalega I kringum sig, fjell því næst á hnje og fórnaði höndun til himins. Hann stakk því næst hendinni í vasa sinn og athugaði lengi og gaumgæfilega ímyndaða skammbyssu, sém hann hefði tekið úr vasa sínum. Svo gerði hann snarpa hreyfingu og stóð skyndilega upp. »Svona eða líkt þessu á það að vera,« mælti hann og sneri sjer að unga manninum, sem hafði staðið og glápt á þetta með opinn munn- inn. »Og ef þjer haldið, að þjer getið ekki leikið hlutverkið, þá er best að þjer segið fiá því strax.« Ungi maðurinn var alveg ringlaður, en setti sig þó aítur á bekkinn og gerði tilraunir til að líkja eftir leikstjóranum hinar þreytulegu og þungu hreyfingar hans, en eftir því sem hann reyndi oftar, urðu þær fráleitari og auðvltað bættu hinar háðs'egu athugasemdir leikstjórans ekki úr skák. Allur hans leikur var hreinasta háðung. »Ráð er alveg vonlaust,« hrópaði leikstjór- inn, þegar ungi maðurinn gerði fjórðu tilraun ina. »Ef enginn ér hjer nærstaddur, sem treystir sjer til að taka að sjer hlutverkið, verðum vjð að hætta í dag, því að þetta er alveg ómögu- legt. Heyrið þjer, Baker,« mælti hann og sneri sjer að myndtökumanninum, »er nokkur þarna, sem við getum notað?« »Eigum við ekki heldur að taka okkur mið- degíshvíld nú,« mælti Baker. »Klukkan er að verða tólf. Við getum þá talað um þetta meðan við borðum morgunverð.* »Mikil fjárans vandræði voru það, að við gátum ekki lokið við þetta vegna þessa bögu- bósa,« mælti leikstjórinn óþolinmóðlega. »Nu er birtan einmitt svo ágæt.« »Ef þjer haldið að þjer getið notað mig, þá er jeg fús til að reyna það.« Leikstjórinn leit hvast á hirm unga mann í gats'itnu, gráu fötunum, sem stóð fyrir framan hann e'ns og hann hefði komið upp úr jörð- inni. »Hver eruð þjer?« »Af tilviljun áhorfandi.« »Hafið þjer leikið i kvikmynd fyi ?« »Ne-i — — en jeg tók vel eftir þvi, hvern- ig þjer viljið að þetta sje gert.« »Ágætt. Verra en það var gelur það ekki orðið, og ef þjer haldið að þjer getið það, vil jeg gjarnan reyna yður. Rjer vinnið yður þó undir öllum kringumslæðum inn fimm dollara, enda þótt jeg verði að láta yður hætta eftir fyrstu æfinguna.* John Grain brosti við hugsunina um, hversu lítið gagn hann mundi hafa af þessum fmm do'Iurum, en hann sagði ekki neitt. Hann horfði um öxl sjer eftir s'úlkunni með gullhárið. Hún stóð kyr á sama stað. sem hann hafði skilið við hana, og kinkaði bros- andi kolli til hans. Svo gekk hann að bekknum og byrjaði. Hann kunni ekki orðin, sem tílheyrðu hlutverk- inu, en þau orð, sem áttu við ástandið, komu óðara fram á varir hans, og eftir því sem leið á leikinn, varð hann meir og meir gagn- tekinn af leik sínum og fann til undarlegrar gleðitilfinningar í hvert skifti, sem leikstjórinn kinkaði kolli til hans, þótt hann á næsta augna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.