Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 9
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
3
inn.... Ja, hvað var að gera. Þarna komu
hinir hlaðnir að landi, og það var eigin-
lega ekki nema eðlilegt, að hásetarnir
hans gætu ekki sætt sig við þetta sarg.
Þeir voru fátækir barnamenn. Það var
hverju orði sannara. Og hafði hann nú
efni á að hætta? Skuldaði hann kannske
ekki ennþá eftir skellinn, sem hann fékk
fyrir að ábyrgjast lán, sem kaupmaður-
inn tók í öðrum þessum félagabanka, sem
buið var að tildra upp? Og hafði ekki
konan drifið bæði börnin á skóla?... 0,
það var sárgrætilegt alt saman... Nei,
hann rnátti síður en svo við því að tapa
svona afla. Hann varð, hann varð að
hætta á það að breyta til. Það gat ekki
hjá því farið, að þeir gömlu sæju það, ef
þeir höfðu annars auga með honum, að
honum var nauðsyn að breyta til.
Eyjólfur rétti úr sér og leit á Jón.
Varirnar bærðust, en hann sagði ekki
neitt, en lét höfuðið síga á ný ofan á
bringuna. Þannig stóð hann nokkur
augnablik. Svo leit hann upp og ræskti
sig.
— Við beitum nokkrar lóðir í kvöld og
köstum þeim inn í Djúpið um leið og við
förum á Miðið í fyrramálið, sagði hann,.
og rómurinn var lítið eitt annarlegur.
— Jæja, það er okkur nóg, mælti Jón.
Eigum við að setja áður en við borðum?
Eg sé að konan kemur þarna með matinn.
II.
Kl. 4 um nóttina fóru þeir á sjóinn og
höfðu með sér átta beittar lóðir. Lögðu
þeir þær inni í Djúpi og fóru síðan og
drógu lóðirnar á Steinmiðinu. Jón dró
þær þögull ofan í rúmið, spurði Eyjólf
ekki einu sinni að því, hvort ætti að beita
þær út. Og Eýjólfur lét atferli hans af-
skiftalaust. Voru og aðeins á lóðúnum fá-
einar smáýsur, nokkrar tindabykkjur og
þrír háfar.
Þegar lokið var drætti lóðanna á Mið-
inu, var róið inn í Djúp og byrjað að
draga þar. Var nú fiskur við fisk á lóð-
inni, og hýrnaði heldur yfir hásetunum.
— Eyjólfur! Hann er ekki Ijótur þessi!
sagði Jón og brá á loft stærðar þorski.
— Það er ekki kalýsa þetta! sagði Guð-
mundur og tók í greip sína stóra ýsu.
En Eyjólfur sat brúnaþungur við beit-
inguna og mælti ekki orð.
Veður hafði verið kyrt og fagurt, en
þá er hálfdregnar voru lóðirnar í Djúp-
inu, tók að vinda. Kaldleg ský komu á
norðurloftið, og snarpar hviður skutiist
úr hvylftum og da.lverpum. Svo sló í logn,
og sjórinn varð sléttur á ný. En ekki leið
á löngu, unz aftur komu hviður ofan af
norðurströndinni, og voru þær nú snarp-
ari en áður. Krappar vindöldur skullu á
bátnum, og ýrði úr földunum inn í bark-
ann.
— Hvað er þetta, Bjarni! Geturðu ekki
passað ástöðuna? kallaði Jón. Það er alt
undir kjöl!
— Sérðu ekki, að eg ræ eins og eg get?
Það er komið samsaxveður maður. Þú
getur svo sem komist í andófið fyrir mér,
ef þú heldur þú gerir betur!
— Andæfðu með honum, Gummi, sagði
Eyjólfur stillilega.
Guðmundur hætti beituskurðinum og
færði sig frain í hálsrúma til Bjarna.
Enn þá jókst vindurinn, og sást nú rok-
ið hvirflast fram og aftur yfir undir norð-
urströndinni. Gilda úthafsöldu lagði inn
fjörðinn, og til og frá sást glytta í fann-
hvítt brot.
— Sjáið þið nú ástöðuna! Lóðin stend-
ur langt út í sjó, og fiskur svo að segja á
öðrum hvorum öngli! Jón var ærið hast-
ur í máli.
— Við róum eins og við getum, kallaði
Guðmundur. En þetta er að verða drifa-
veður — og hafsjórinn eftir því.
l*