Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 14
8
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Illviðrum kalin
áttu samt falinn
lífgjafar neista frá eilífðar-æð.
Æskunnar þori
aftur að vori
þú uppríst úr efnisins smæð.
Sveipast þá særinn
sólrún, og blærinn
vermir þig unga svo viðkvæmt og blítt.
Fuglarnir kliða,
fossarnir niða
og alt brosir unaði skrýtt.
Rökkvar í lundi,
rennur að sundi
sólin sem áðan við hlíðinni hló.
Minningar gieði,
moldar á beði
ó, sofðu nú rós mín 1 ró!
Brimrastir hníga.
— Bænir þjer stíga
Drottinn! á tónöldum titi'andi hljóms.
Heims yfir tíðir
hylli þig. lýðir,
sem talar í brosi hvers blóms!
Ásm. Eiríksson.
L a M a f i a.
Saga eftir Rex Beach.
~ (Frh.).
XIII. KAFLI.
Blóð forfeðra hans.
Embættismenn og blaðamenn kornu og
fóru, lögregluþjónar og leynilögreglu-
menn gáfu skýrslur og tóku við fyrirskip-
unum og þó fylti öll þessi framtakssemi
hann með haturskendri óþreyju. Honum
fanst þeir allir vera ráðalausir og óhag-
sýnir. Enda þótt hann væri sjálfur mjög
harmþrunginn efaðist hann um, að nokk-
ur annar skyldi hve alvarlegur atburður
hafði gerst.
Hann flýtti sjer eins og hann gat til
ö’Neil, ettirmanns Donellys, og sat hann
þá á ráðstefnu hjá borgarstjóranum.
Andartak hlustaði hann á þá, en strax og
hlje várð á samræðunum mælti hann:
»Segið mjer — hvað er gert?«
O’Neil, sem ekki virtist hafa tekið eft-
ir komu hans, svaraði:'
»Við látum leita í bænum«.
»Auðvitað. Hafið þið handtekið Laru-
bio, skósmiðinn?«
»Nei!« Báðir mennimir horfðu eftir-
væntingarfullir á Blake.
»Gerið það þá undireins. Handtakið
hann og allá vini og kunningja hans. Leit-
ið eftir manni í gummifrakka. Emxfrem-
ur er 14 ára gamall drengur. Hann lá í
leyni við húshornið. Jeg geri i-áð fyrir að
hanxx hafi verið varðmaður þeirra, að
minsta kosti veit hann eitthvað«.
O’Neil rissaði eitthvað á blað meðan
Norvin skýrði frá því hvernig morðið
hefði verið framið, en svo var kallað á
haixn — áður en frásagan var búin.