Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 25
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
19
Nell kynni að hafa fundið upp á. Brjefið
hljóðaði svo:
»Jeg sendi þjer þetta með trúnaðar-
'manni mínum og vona að þú fáir það
nógu snemma. Jeg er fangi. Jeg er í lífs-
hættu. Jeg er hrædd um að fegurð mín
sje eyðilögð. Ef þjer þykir vænt um mig,
þá komdu.
Þín örvæntingarfulla
Myra Nell«.
Brjefið var skrifað í húsi í Esplanade-
stræti.
»Hver bað þig fyrir þetta?«, spurði
hann svei-tingadrenginn.
»Það var stúlka, sem kastaði því út um
glugga«.
»Hvar — hvar var hún?«
»f stóru húsi í Esplanadestræti. Svo
virtist, sem henni þætti eitthvað miður.
Svo kom maður og barði mig burtu með
priki«.
Andartaki síðar var Blake kominn nið-
ur á götu og kallaði á vagn. Sú hugsun,
að Myra Nell væri í hættu, tók hann afar
sárt. Fegurð hennar væri eyðilögð! Alt í
einu þótti honum svo vænt um hana og
hann var öskuvondur yfir því, að nokkur
skyldi gera henni mein.
Hann hafði megnan' hjartslátt, þegar
vagninn staðnæmdist í Esplanade stræti
og hann var kominn að húsinu. Fullur
kvíða sá hann mann einn hlaupa heim að
húsinu; hann stökk út úr vagninum og
reyndi að verða á undan honum að götu-
dyrunum.
XV. KAFLI.
Hvemig leit hrnis lauk.
Orðrómurinn um ógæfu Myra Nell
hafði bersýnilega borist fleirum til eyrna.
Neðan undir opnum glugga stóð hópur
ungra manna, sem virtust vera í æstu
skapi. Nokkrir stundu, eins og eftir mikla
áreynslu. Ungur, franskur Kreóli, Le-
compte Rillean, lá endilangur á grasbeð-
inu annaðhvort illa særður eða viti sínu
fjær. Hann lyfti þó hendinni til hinna ný-
komnu eins og hann væri að eggja þá tíl
árásar. Alir reyndust menn þessir gaml-
ir aðdáendur Myra Nell — bómullarkaup-
menn, verslunar- og bankamenn. Norvin
Ijetti, er hann sá og þekti þá.
»Guði sje lof að þið kornuð hingað nógu
snemma! Hvað hefir komið fyrir hana?«
Raymond Cline fór að tala, en um leið
heyrði Blake, að unga stúlkan kallaði á
hann svo hann leit upp og þá sá hann
andlit hennar í glugganum, umkringt
rauðum rósum, er vöfðust um gluggaum-
gerðina.
»Myra Nell! Þú ert örugg«, hrópaði
hann skjálfandi. »Hver hefir unnið þjer
mein?«
Hún bi'osti aumkunarlega og hristi
höfuðið.
»Það var fallega gert af þjer að koma.
Jeg er lokuð inni«.
»Lokuð inni?« Noi’vin horfði á hina
ungu mennina. »Komið þið, við skulum
ná henni út«.
En Murray Logan reyndi að sefa hann.
»Það er gagnslaust, gamli vinur«.
»Hvað áttu við?«
»Þú kemst ekki inn«.
»Kemst jeg ekki inn?« Meðan Blake
starði fondða á ræðumanninn, heyrði
hann fótatak og sá Achille Marigny koma
æðandi á vængjum vindanna. Það var
hann, sem Norvin hafði áður sjeð koma
nokkuð burtu.
Rillean reis upp við olnboga og kallaði
mæðulega:
»Velkominn, Achille!«
»Vertu rólegur, Marigny«, hrópaði
Cline, »Við höfum frelsað hana«.
3*