Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 22
2
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Armlög vetrarins.
styrjaldarógnanna hvílt með meiri þunga en
heimilum sjómannanna.
Þeir, sem ofsjónum sjá yfir áhættupeningun-
um, sem íslenzkum sjómönnum eru greiddir fyr-
ir störf sín á yfirlýstum hernaðarsvæðum, hefðu
gott af að skyggnast öðru hvoru inn á heimili
þessara manna. „Hræðslupeningarnir“ svo-
nefndu yrðu ef til vill, að þeirri heimsókn lok-
inni, ofurlítið léttvægari, þegar á móti yrði lagt
á metaskálarnar ofurmagn þess andvirðis, sem
af sjómannaheimilunum er krafist í staðinn,
langar andvökunætur mæðra og eiginkvenna,
dagar og vikur fylltar von og kvíða, meðan beð-
ið er eftir fregnum af þeim, sem dvélja úti á
hafinu og þar heyja baráttu sina, með dauðann
við hlið.
Og benda mætti þeim jafnfrafht á, þessum
öfundarmönnum sjómannastéttarinnar, að til
Út á miðin.
viðbótar þeirri ofraun, líkamlegri og andlegri,
sem það að sjálfsögðu er í eðli sínu að stunda
að staðaldri, svo árum skiptir, slíkar siglingar
á ófriðarsvæðurium, er þó önnur eldraun þyngri,
sem sjómennirnir verða að ganga í gegn um,
þótt á öðrum vettvangi sé.
Þau eru ekki stigin á höfum úti, sporin, sem
þyngst reynast sjómönnunum á þessum ægilegu
tímum, ekki stigin við störf þeirra á dimmum
skammdegisnóttum í baráttunni við náttúruöfl-
Á fiskimiðunum.
in eða ógnir styrjaldarinnar. Nei, þyngstu spor-
in, sem þeir stíga á þessum ógnartímum, eru
sporin yfir þröskuldina á þeirra eigin heimil-
um, þegar kvaddar eru á skilnaðarstundinni
konur og börn, áður en haldið er á hafið.
„Dragið skó af fótum ykkar“, þið, sem sjón-
arvottar eruð að þ eirr i athöfn, „því að
sá staður, sem þið standið á, er heilög jörð“.
/ dcig — á Sjómannadaginn — mætti íslenzka
þjóðin vera minnug þess, að gegnum slíka
eldraun hafa sjómannaheimilin, nú um þriggja
ára skeið, gengið einmana og æðrulaust, til þess
að unnt væri að lifa í landinu sjálfstæðu menn-
ingarlífi.