Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 40

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 40
20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ GUÐRÚN: HÚN SITUR HLJÓÐ Á æskuárum mínum barst blað heim til for- eldra minna. Ekki man ég hvað blaðið hét, en mér er og verður minnistæð mynd, sem var í þessu blaði. Myndin var af sjómannskonu. Hún situr við glugga, styður annari hendinni á gluggakistuna og horfir út á sjóinn, með hinni hendinni vaggar hún barni. Vaggan stendur hjá henni. Hvassviðri er og vont í sjóinn. Úti við hafsbrún sést aðeins móta fyrir seglum á báti. Neðan undir myndinni er kvæði, sem byrjar svo: Hún situr hljóð og horfir út með hjartað þreytt af kvíða. Það er svo langt — það er svo strangt að elska, sakna og bíða. í þessum fáu Ijóðlínum og með þessari mynd finnst mér lýst lífi sjómannskonunnar. Með hugann á hafinu — höndina á vöggunni situr hún hljóð og horfir út, með hjartað þreytt af kvíða. Þetta er uppistaðan í lífsvef hennar. Svo vef- ur hún eftir efnum og aðstæðum glitklæðið, sem oftastnær verður til þess að klæða brúna milli strandarinnar hér og strandarinnar þar, brúna til hans, sem oftast er á undan henni farinn. ívafið hennar er misjafnlega litt: sterkir, heitir litir, — mildir, ljósir litir, — hvítir, silfr- aðir, hreinir litir, — dökkir, sorgþrungnir litir, en hún vefur vongóð, uppistaðan er sterk og sjómannskonan veit sitt hlutverk: að vera megn- ug þess að fullgera ein lífsvefinn sinn.---- Ég heyrði því fleygt, að skipið, sem maður- inn hennar Margrétar, vinkonu minnar var á, myndi ókomið, og voru menn farnir að óttast um það. Ég fór til hennar þetta sama kvöld, langaði til þess, ef auðið væri, að dreyfa kvíð- vænlegum hugsunum hennar. Ég barði að dyr- um. Margrét kom til dyra. „Komdu blessuð og sæl!“ sagði ég. „Æ, komu ævinlega blessuð! Ósköp var nú gott að sjá þig! Viltu nú ekki vera svo væn að hátta hana Siggu litlu fyrir mig og koma henni í bólið, ég er að svæfa hann Nonna litla“. Hún hlýtur að hafa séð undrunina í andlit- inu á mér, hún var ekki vön að biðja mig hjálp- ar áður en ég kæmist inn úr dyrunum hjá henni, því hún bætti við: „Gunna mín! Þú þekkir mig, og ég þekki þig, við þurfum ekki að vera með spurningar hver við aðra. Þegar börnin eru sofnuð, langar mig til að segja þér drauminn, sem mig dreymdi að- faranótt sunnudagsins". Ég sá undireins, að Margrét var ekki eins og hún átti að sér að vera. Það var satt hjá henni, að við þekkjum hvor aðra, við erum aldar upp í sömu götunni, vorum vinstúlkur þá, og höfum færzt ennþá nær hvor annari með aldrinum. Ég háttaði Siggu litlu, 5 ára gamla, ljóshærða, gráeygða, greindarlega telpu, mesta efnisbarn, og lagði hana í rúm pabba síns. Ég gaf Mar- gréti gætur við og við, hún sat með Nonna litla í fanginu og raulaði við hann, að mér virtist með hugann langt í burtu, því drengurinn var sofnaður. Nonni er 1*4 árs, ljóshærður, elsku- legur hnokki, lifandi eftirmynd pabba síns. Ég spjallaði stundarkorn við Siggu litlu, sagði henni smásögu, svo fór ég hljóðlega fram í eldhús, setti upp ketilinn, til þess að flýta fyr- ir vinkonu minni og settist svo inn í stofu. Fallegt og vistlegt var það, heimilið þeirra, Árna og Margrétar, svo vingjarnlegt og bjart yfir öllu. Ósjálfrátt. flaug í huga minn: „Faðir, ef það er mögulegt, þá víki þessi kaleikur frá henni“. Ég vonaði allt hið bezta. Eftir dálitla stund kom Margrét inn. „Jæja, Gunna mín! Þá eru þau sofnuð, bless- aðar elskurnar litlu. Það er bezt, Gunna mín, að ég segi þér undireins eins og er: Ég veit að Árni kemur ekki aftur — hann er búinn að kveðja okkur. Eins og ég sagði þér áðan, þá var það að- faranótt sunnudagsins — ég veit ekki hvort ég var vakandi eða sofandi — mér fannst þá, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.