Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 58
38
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Jón Oddgeir Jónsson:
Lífgun drukknaðra
Nokkur dæmi úr daglega lífinu.
Flestum er það nú ljóst, að ekki er það eitt
nægjanlegt, þegar menn falla í sjó eða vatn, að
ná þeim á land eða um borð í skipið, því að jafn-
vel þótt maðurinn hafi ekki legið nema stutta
stund í sjónum, getur hann litið út sem dauður
væri, þegar honum er náð. Verður þá samstundis
að gera lífgunartilraunir á hinum drukknaða
manni, og sem betur fer eiga sjómenn nú al-
mennt kost á því að læra lífgunartilraunir.
Sem dæmi um það, hve hörmulega getur far-
ið, ef enginn um borð kann lífgun drukknaðra,
skal hér sagt frá atburði, sem skeði fyrir all-
mörgum árum. „Sjómenn voru að draga lóðir
úti á miðum. Logn var veðurs, en undiralda
talsverð, svo að báturinn var ókyrr. Maðurinn,
sem „goggaði af“, stóð nokkuð tæpt, og hann
hrökk fyrir borð einu sinni er alda reið undir
bátinn, en festist um leið á lóðaröngli rétt fyrir
neðan borðstokkinn, en í kafi þó. Hann var dreg-
inn inn svo að segja samstundis, því að hann
var ekki faðmslengd frá borðstokknum. Þegar
hann kom upp í bátinn, var hann lagSur uppí-
loft; þeir héldu sig hafa séð hann eins og smá-
geispa nokkrum sinnum (með öðrum orðum,
hann var ekki dauður, en var að bera sig að
draga andann, en gat það ekki betur en þetta),
en svo hætttu þessir geispar, og þá töldu þeir
hann dauðann, báru hann ofan í hásetaklefann,
lögðu hann þar til, upp í rúmi, náttúrlega uppí-
loft, gengu svo frá honum og héldu til lands,
þriggja tíma ferð til læknis. Þegar þar kom,
urðu allar lífgunartilraunir árangurslausar“.
(Frásögn þessi er tekin úr grein, sem Davíð
Scheving Thorsteinsson læknir skrifaði í
ætti fyrir okkur að liggja að stunda sjómennsku
og sízt, að Siggi mundi sigla með erlendum þjóð-
um í mörg ár og deyja svo í fjarlægu landi
fjarri ættjörðinni.
drengjablaðið „Úti“ 1928, um lífgun drukkn-
aðra.)
Þegar þessi atburður skeði, var kunnátta sjó-
manna í lífgunartilraunum mjög ábótavant.
Mjög hefir breytzt til hins betra í þessum efn-
um hin síðari ár, einkum vegna þeirrar kennslu,
sem sjómenn hljóta í lífgunartilraunum á sjó-
mannaskólanum, námskeiðum Rauðakrossins,
Slysavarnafélagsins og hinum ýmsu námskeið-
um, sem haldin eru fyrir véla- og fiskimenn. Að
framför hafi orðið í þessum efnum sannar bezt
eftirfarandi dæmi. Þ. 14. mars 1942 var m. b.
Leifur frá Vestmannaeyjum á fiskveiðum milli
lands og eyja. Um kvöldið féll maður fyrir borð.
Myrkur var og sjóruddi. Tilraunir voru strax
gerðar til þess, að ná manninum og tókst það
loks eftir 10—15 mínútur. Var hann þá orðinn
meðvitundarlaus. Maðurinn mátti heita ósynd-
ur, en að hann flaut, var því að þakka, að loft
var í sjóstakknum.
Fleiri en einn af skipverjum kunnu lífgunar-
tilraunir. Var því samstundis byrjað á þeim, og
voru það þeir formaðurinn, Eyjólfur Gíslason
og einn skipverja, Karl Ólafsson, sem fram-
kvæmdu þær. Gekk þeim svo vel með lífgunina,
að eftir 15 mínútur var sjúklingurinn farinn
að anda af sjálfsdáðum. Var síðan hlúð að
sjúklingnum eftir föngum og hresstist hann
brátt.
Álitið er, að hægt sé að endurlífga drukkn-
aða menn hafi þeir ekki legið lengur en 5—10
mín. í vatni (og óneitanlega má margt gera á
það löngum tíma, til tilraunar að ná mönnum),
en líði lengur en ca. 15 mínútur, áður en þeim
verði náð, eru litlar líkur til þess að þeir verði
endurlífgaðir. Ótal undantekningar eru þó frá
þessu, og séu menn ekki vissir um, hve lengi sá
hefir legið í vatni, sem bjargað er, er sjálfsagt
að hefja lífgunartilraunir, svo framarlega sem