Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 49

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 49
SJ ÓM ANN AD AGSBLAÐIÐ RáðhúsiS í Durban. eins og áður er sagt, hafnarborgin Lorenco Mar- ques í portúgölsku Austur-Afríku. Borgin stend- ur við svonefndan Delego-flóa, gegnt suðurodda eyjarinnar Madagaskar. Þarna var kastað akk- erum út á firðinum, en aldrei lagst upp að bryggju, og var leifum farmsins, þ. e. hinum notuðu fataræflum, skipað þarna í land á bát- um og prömmum. Þótt ekki væri legið við bryggju þarna, fengu þó allir landleyfi á hverju kvöldi, að lokinni vinnu. Farið var í land í skipsbátnum. Þótt ann- ríkið væri mikið um borð, þar sem nú var byrj- að að mála eftir allan þvottinn, voru þó tveir hásetar teknir frá vinnu, til þess að flytja skips- menn milli skips og lands. Byrjuðu þessir flutn- ingar kl. 5, þegar vinna hætti, en síðasti bátur fór frá landi kl. 11,30. Væri einhver þá enn ekki kominn niðdr í flæðarmál, varð hann að hírast í landi yfir nóttina. Þótt fólkið, sem fyrir augun bar í löndum Breta og Búa, virtist ærið sundurleit hjörð að ytra útliti, versnaði þó um allan helming, þegar hingað kom. 1 þessari portúgölsku nýlendu í Lorenco Marques virtust samankomin allra þjóða kvikindi, ef leyfilegt er að nota þau orð um mennska menn, sem uppréttir ganga að nafninu til. Hér var það, sem athygli mín beind- ist sérstaklega að hinum innfæddu Búskmanna- eða Hottentotta-stúlkum, og ég hlýt að segja eins og er, að mér fannst þær hinar ólagleg- ustu, bæði að vaxtarlagi og að því er andlits- fall snerti. Höfuðið er stórt, ennið lágt, nefið söðulbakað, nasirnar flæstar, kinnbeinin há, 29 munnurinn framstandandi, varirnar þykkar og munnvíddin hin furðulegasta, sem bezt kom i ljós, þegar bros færðist yfir andlitið. Margar þessara stúlkna voru með hringi eða lokka í eyrum og nokkrar báru hring í miðnesi. Þegar við þetta bætist langur og luralegur efri búk- ur, sem borinn er uppi af veimiltítulegum spóa- fótum, þá fer myndin af þessum meyjum að verða býsna leiðinleg, en sönn er hún samt og það er fyrir mestu. Manni, sem kominn var norðan frá íslandi, hlaut að detta í hug í sam- bandi við þær sagan af „Kolrössu krókríðandi“. Þegar búið var að losa farminn úr skipinu, var tekið til við að hreinsa lestar, og þegar því var lokið, var haldið áfram við að mála skipið ofan þilja. Allt skyldi málast, siglur, reykháf- ur, reiði, vindur, stjórnpallur og allar yfirbygg- ingar, þilför og lestarop. Auk þess þurfti að mála allt skipið utanborðs, ef vel átti að vera. Fyrsti stýrimaður bölsótaðist sífellt, stund- um með kjassi og fleðulátum, en stundum með eftirrekstri og skömmum, en vann jafnframt alltaf sjálfur eins og berserkur. „Hinn hræði- legi Svíi frá Alaska“ kom þarna hvergi nærri, því að hann hafði það verk á hendi að gæta skipsins á daginn til jafns við 3. stýrimann. Sólarhiti var þarna allmikill um miðjan daginn, því að staðurinn var svo nálægt miðjarðarbaug. Hitann gat ég að vísu vel þolað, en hinu kunni ég ver, að sólin hafðist við allan daginn á hinni norðlægu hvelfingu himinsins. Þarna lágum við fyrir akkerum í tvo mán- Væntanlegur negrahöfðingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.