Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 39

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 39
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 19 kvæmasta ráðstöfun, sem ríkisvaldið getur gert. Því ekki að leggja sparifé þjóðarinnar í þann bankann, sem gefur hæsta vextina. 0g enn er ein ástæðan, sem skiptir máli: Út- vegsmenn greiða nú stærstu fúlgurnar með stríðsgróðaskattinum í ríkissjóð. Ég tel vafa- lítið, að þeir myndu fúsari til fórnanna, ef þeir vissu, að framlög þeirra kæmu aftur beint eða óbeint útveginum til styrktar, ef með þarf. Fiskveiðasjóður er ríkisstofnun, ætlaður til stuðnings smáskipaútveginum. Hann lánar fé með lágum vöxtum og vægum greiðsluskilmál- um. Því ekki að leggja nú til hans svo sem 10 milljónir af umframtekjum ríkissjóðs síðast- liðið ár. Með þeirri viðbót væri Fiskveiðasjóði gert kleift að styðja að varanlegri aukningu vélbátaflotans, og jafnvel einnig stærri veiði- skipa, að einhverju leyti. Það er ekki ósennilegt, að verðbæta eða verð- jafna þurfi einstöku sjávarafurðir eftir stríð, til þess að veiði, með sölu á erlendum markaði fyrir augum, geti svarað kostnaði. Má þar til nefna niðursuðu og freðfiskafurðir. Kæmi verð- jöfnunin þá fram sem greiðsla vinnulauna í landi eða einskonar atvinnbótafé. Þetta hefir nú verið gert í stórum stíl við landbúnaðarframleiðslu undanfarin ár, og eru þeir ekki all fáir, sem telja sig mikla menn af slíkum ráðstöfunum. Er það þá nokkur goðgá, þótt gripið yrði til svipaðra ráðstafana fyrir sjávarútveginn? En þó er hér nokkur aðstöðu- munur. Ef sjávarútvegurinn skyldi þurfa slíkr- ar aðstoðar eftir stríðið á meðan jafnvægi er að komast á um verðlag, þá verður hann í rauninni óbeint sjálfur að sj^sér fyrir sjóði til þeirra hluta, því að ekki er í annað hús að venda. Ég teldi nokkrum hluta stríðsgróðaskattsins ekki betur til annara hluta varið en varasjóðs- myndunar í þessu augnamiði. Til hans ætti vit- anlega ekki að taka nema brýn nauðsyn sé til. Það er vitanlega í mörg horn að líta nú eins og áður, en það verður að teljast fullkomið ábyrgðarleysi hjá stjórnarvöldum landsins, sé nú ekki ráðstafað þannig afgangstekjum sjáv-. arútvegsins, að honum megi að gagni koma til öryggis eftir stríð. Bresti sú máttarstoð þjóð- félagsins, fara aðrar á eftir. Það er fengin reynsla fyrir því, að vegni út- veginum vel, þá vegnar öðrum atvinnugreinum þjóðarinnar einnig vel. Því miður er ekki hægt að segja að þetta sé gagnkvæmt. Lesið atvinnu- sögu þjóðarinnar síðustu tólf árin, og þið munuð sannfærast um þetta. Ég er ekki í neinum vafa um, hvað er efst í hugum sjómanna og útvegsmanna, sem í dag gleðjast yfir unnum afrekum líðandi árs og minnast erfiðleikanna, sem yfirstíga þurfti. Efst í huga þeirra er óskin um það, að stjórnar- völdum þjóðarinnar yfirsjáist nú ekki, eins og svo oft áður, í afstöðu sinni til útvegsins. Þessi nýbreytni sjómannastéttarinnar, að halda sameiginlegan minningar- og gleðidag einu sinni ár ári, hefir verið tekið með eins- dæmum vel um allt land. Fjölgar með hverju ári þeim byggðarlögum, sem halda Sjómanna- dag. Það er bezta sönnunin fyrir því, hve mikil ítök sjómennirnir eiga meðal fólksins. Allur sá fjöldi, sem hyllir sjómennina í dag, bergmál- ar áðurnefndar óskir þeirra. Aukið öryggi og efling sjávarútvegsins í landinu er varanlegasta og sjálfsagðasta ráð- stöfunin, sem gerð er í atvinnumálum. .heim á rnorgun Vetstu bai, ab þti varst að /á uppáhalds llaðio þitt SJÓHANNABLA Ð/Ð VÍKiNG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.