Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 66

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 66
46 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ innar og fannst okkur sem það væri augljóst mál, að í hverju rúmi hefði verið hetja, og má það á ýmsan hátt til sanns vegar færa, ef at- hugað væri til hlítar. Eftir að hafa matast og skoðað hin ýmsu furðuverk á staðnum, var haldið heim í sjóbúð- ina, til þess að taka á sig náðir. Mesti glæsileik- inn var þá farinn af henni, því nú höfðum við séð sjóbúð með steyputum veggjum, er var all nýstárlegt fyrirbrigði í verstöð þessari og stakk mjög 1 stúf við allar torfbúðirnar. Það kom líka í ljós við nánari athugun, að fullt var af rottu- götum í veggjum „búðarinnar" og því ekki ugglaust um, að okkur fannst, að rotturnar gætu laumast ofan í rúmin til okkar, er við vor- um háttaðir, en til þess hugsuðum við með hryllingi. En um þetta voru engin orð höfð og við engan á það minnst —■ en með karlmennsku- hug drógum við af okkur spjarirnar, og skrið- um upp í rúm og breiddum úpp yfir höfuð. Eins og vænta mátti, sigraði svefninn okkur fljótlega, og áður en varði vorum við komnir yfir í draumalönd, það er að segja ég. Dreymdi mig eftirfarandi draum: Eg þóttist staddur úti fyrir búðardyrum; kom þá að mér maður all ófrýnilegur, hafði sá hníf í hendi. Erindi þótti mér hann eiga við mig, en ekki fýsilegra en svo, að ég hljóp undan honum suður yfir þvera vör, allt suður undir Vörðu. Þótti mér hann sífellt að því kominn að ná í mig, og hljóp ég þó allt hvað af tók. Til baka frá Vörðunni hljóp ég og hugðist að komast inn í búð og fá hjálp gegn illmenni þessu, en er hann hafði rétt náð í mig, vaknaði ég — að ég held með hljóðum. Var ég ekki lítið feginn að sjá moldarveggina til beggja handa og hrjót- andi vini í rúmunum andspænis mínu rúmi — fyrir aftan það og framan. Svo sofnaði ég aft- ur, eins og ekkert hefði ískorist. Um morguninn vorum við strákarnir vaktir með heitu kaffi og rúgbrauði, og er við höfðum tekið ríflega til okkar af vistunum, fórum við út úr „búðinni". Það var kominn landssynnings bræla, en auk þess var kominn til Þorlákshafnar fyrsti og ein- asti mótorbáturinn, sem til var um þessar slóðir, og hét sá „Ingi“, en var stundum af gárungun- um kallaður „Skaðvaltur". Upphaflega hafði bátur þessi verið án þil- fars, eins og árabátarnir, en nú var búið að setja í hann þilfar. Við þekktum bátinn í krók og kring, það er segja þegar hann hafði stað- ið á þurru landi og höfðum leikið okkur í honum með alls konar kúnstum. En á sjó höfðum við aldrei farið á honum, þá virðingu höfðu þeir einir hlotið, sem fullorðnir voru. Það var heldur ekki von, fannst mér; þarna voru vélar, sem vandfarið var með og sjálfsagt ekki á drengja- meðfæri að vera nálægt þeim, þegar þær væru í gangi, en óneitanlega hlyti að vera gaman að mega fara með slíku skipi og sérstaklega verða einna fyrstur til þess af jafnöldrunum. Rétt í þessum hugleiðingum kom Páll í Nesi til mín og tjáði mér, að ég ætti að fara með „Skaðvalti" — nei, „Inga“ sagði hann, til Eyrar- bakka, félagi minn yrði kyrr í Þorlákshöfn um sinn. Ég þakkaði fyrir og kvaddi hann með virðingu, sem fremur mæ;tti nefna lotningu, svo mikið fannst mér til um þennan sóma formann og góðgirni þá, er hann sýndi mér. Hypjaði ég mig nú um borð í bátinn og lagði hann af stað litlu síðar. Mig minnir, að við værum þrettán farþegarnir á honum. Með hósti og rykkjum í Dan-vélinni var nú haldið sem leið lá út úr vörinni og stefnt á Eyrarbakka. Með sigurbros á vör tók ég mér sæti á vélarhúsinu stjórnborðsmegin, það var til kuls. Hefur mér víst þótt vissara að snúa andlitinu í golung, til öryggis. Ekkert bar til tíðinda, en landssynningskvik- an fór heldur vaxandi eftir því sem austur dró. Þessi fyrsti dýrgripur af mótorbát í verstöðv- unum austan fjalls stundi í sífellu og hóstaði, með þeim dásamlega árangri, að ávallt færðumst við nær Eyrarbakka, án þess að nokkur legði út ári. Snögglega rumskaði ég við það, að sjór leitaði inn um nasaholurnar á mér. Brá mér heldur í brún sem vonlegt var, en er ég opnaði munn- inn, til þess að hrópa á hjálp, leitaði sjórinn líka á mig þar. Er ég rumskaði við aftur, var verið að stumra yfir mér á þilfarinu, og þegar ég leit út fyrir borðstokkinn, sá ég þar húfuna mína á floti ásamt verskrínum, pokum og öðru dóti, sem á þilfarinu hafði legið. Samtímis I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.