Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 43
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
23
Fremsta bls. í Minningarbók drukknaðra sjómanna, sem
í eru rittið nöfn allra lögskráðra ísl. sjómanna, er
drukknað hafa síðan 1938.
2 Islendingar. Því næst fórst ,,Jarlinn“ á leiS
frá Englandi til íslands með 11 mönnum. Þá
„Pálmi“ frá Siglufirði með allri áhöfn, 5 mönn-
um. Maður féll út af bát frá Keflavík, annar af
bát frá Vestmannaeyjum og sá þriðji af bát frá
Hafnarfirði, eða 3 menn alls. Síðasta áfallið
varð svo loks, er togarinn „Sviði“ fórst með
allri áhöfn, 25 mönnum.
Á því tímabili, sem liðið er af yfirstandandi
ári, höfum við misst 21 mann:
Hinn 16. janúar fórst pólska skipið „Wigry“.
Af 27 manna áhöfn björguðust aðeins 2 menn.
Allir hinir fórust, þar á meðal tveir íslendingar.
Hinn 19. janúar tók brotsjór út mann af bát frá
Akranesi, maðurinn drukknaði. Hinn 13. febr.
sökk v.s. „Græðir“ eftir ásiglingu og einn mað-
ur drukknaði. Hinn 20. febr. fórst bátur með
einum manni frá Hofsós, annar drukknaði af
dönsku flutningaskipi. Hinn 21. febr. drukkn-
aði íslenzkur vélstjóri í skipakví í Englandi.
Hinn 2. marz fórust 2 bátar frá Vestmannaeyj-
um, „Þuríður formaður“ með fimm mönnum og
„ófeigur“ með fjórum mönnum. Hinn 22. marz
fékk m.b. „Brynjar“ E.A. 617 áfall skammt frá
Sandgerði og missti þrjá menn. Hinn 9. april
fórst erlent skip á leið frá Bíldudal til fsafjarð-
ar, er á voru tveir íslendingar, leiðsögumaður
og annar til.
Lengra verður ekki sagan rakin að þessu
sinni. Prentun blaðsins er þegar hafin og verð-
ur því fyrst um sinn að vera ósvarað spurning-
unni um það, hvort tala drukknaðra sjómanna
á enn eftir að hækka á þeim vikum, sem eftir
eru til næsta Sjómannadags. Framtíðin er okk-
ur hulin, en með tilliti til hennar er það ósk okk-
ar allra, sem land þetta byggjum, að ekki þurfi
að þessu sinni að fjölga stjörnum Minningar-
fánans fram yfir það, sem þegar er orðið, áður
en sjómennirnir hefja hann að hún á næsta Sjó-
mannadegi.
Reykjavík, 16. apríl 1942.
Sú stétt á sér fegurri framtíðarsvið
— það fylgja henni vorboðar hlýir —
er djarfhuga starfsþrótt, með dauðann við hlið,
til drenglyndrar þjónustu vígir.
F. H.
L.v. Fróöi í Reykjavík eftir kafbátsárásina 10. marz ’hl.