Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 51

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 51
SJÓMANNAÐAGSBLAÐIÐ 31 Ferðin gekk að óskum fyrst í stað. í Simon Bay voru skildir eftir nokkrir af farþegunum, einkum konur og börn, og þegar þaðan var haldið, 25. febr., í lygnu og björtu veðri, voru um borð í skipinu 638 menn, þar af 30 konur og börn. Yfirforingi skipsins, Robert Salmond, hafði fengið eindregin fyrirmæli um að *raða för- inni svo sem unnt væri til Algoa Bay, því að mikil þörf var orðin fyrir liðsstyrk þann, sem með skipinu var. Ákvað hann því að stytta sér leið og fara grynnra með landinu. Þessi ákvörð- un varð honum örlagarík, eins og brátt kom á daginn. Um miðnætti voru hermennirnir flestir gengnir til hvíldar og hinn glaðværi barnahóp- ur sofnaður værum svefni. Skipið klauf öld- urnar, með 8 sjómílna hraða á klst., en það var allsæmilegur gangur, miðað við tækni þeirra tíma. Á ströndinni, sem aðeins var í tveggja mílna fjarlægð, sást öðru hvoru bregða fyrir tindrandi ljósum frá afskekktum bændabýlum, eða bjarma frá bálum, sem kynnt voru í nánd við herbúðir víðsvegar meðfram strandlengj- unni. Það var stafalogn — og kyrrð yfir öllu. Kl. 1.50 eftir miðnætti kvað við skyndilega viðvörunaróp frá varðmanninum frammi á skipinu, sem stika átti dýpið. Hann hafði orðið þess var, að skipið var komið upp á grunnsævi, aðeins 12—13 faðma dýpi. Hann varpaði lóð- inu út á nýjan leik — en í sömu svipan teygðu örlaganornirnar út hrammana eftir hinu óláns- sama skipi, það steytti skyndilega á grynning- um. Hvöss steinnybba skarst með urgandi brot- hljóði gegnum botn þess, rétt fyrir aftan fram- sigluna. Sjórinn fossaði inn um rifuna í stríð- um straumum. Flestir af mönnum þeim, sem vistaðir voru undir lágþiljum, drukknuðu þegar, án þess að nokkrum björgunartilraunum yrði við komið; hinum tókst nauðuglega að bjarga sér upp á þilfarið, flestum mjög fáklæddum. Vélarnar voru stöðvaðar þegar í stað og eitt af akkerunum látið falla. Seton ofursti, aðalforingi leiðangurshersins, sá þegar í stað hver hætta var á ferðum. Hon- um var ljóst, að vonlaust myndi verða um mann- björg, ef múgæsing brytist út, og hann hafði gildar ástæður til að óttast slíkt. Flestir her- mannanna voru óreyndir nýliðar, nýkomnir frá heimilum sínum og því óviðbúnir þeim örlög- umaðstanda skyndilega andspænis dauða sínum. Hann kvaddi í skyndi saman foringja sína og brýndi fyri þeim nauðsyn þess, að haldið yrði við meðal hermannanna strangri reglu. Skyldi raða þeim, eins og um æfingu væri að ræða, á afturþilfar skipsins, til þess að létta það að framan. Sjálfur tók hann sér stöðu á mið-þilfar- inu, með sverð í hönd, til þess að sjá um að fyr- irmælunum yrði fylgt út í æsar. En hann komst bráðlega að raun um, að gagnvart hermönnun- um voru slíkar ógnanir óþarfar með öllu. Þeir brugðu við tafarlaust, allir sem einn, bæði ný- liðarnir og þeir sem eldri voru og fylktu sér í raðir eftir ströngustu hernaðarreglum, eins og um æfingu væri að ræða, eða venjulega her- sýningu. Hermennirnir voru nú sendir til skiptis í smá- flokkum, undir stjórn liðsforingjanna, til að- stoðar við björgunarstarfið, sumir að dælunum, aðrir til hjálpar skipshöfninni við að koma á flot björgunarbátunum. En undir sóltjaldinu á afturþilfarinu stóðu í þéttri þyrpingu ótta- slegnar konur og grátandi börn, er horfðu kvíða- blöndnum vonaraugum á aðgerðir þeirra, sem að björgunarstarfinu unnu. Skipið var dauðadæmt — á því var enginn vafi — og Salmond skipherra hafði óafvitandi staðfest dauðadóm þess. Skömmu eftir strandið hafði hann lagt svo fyrir, að vélarnar yrðu sett- ar af stað á nýjan leik og skipið knúið aftur á bak, í von um að hægt yrði á þann hátt að ná því af rifinu. Og skipið losnaði — en rakst í sömu svipan aftur á aöra egghvassa nybbu, er fletti byrð- ingnum í sundur enn á ný, að þessu sinni undir vélarrúmsgólfinu. Sjórinn í skipinu fór sífelt hækkandi, þótt dælt væri án afláts. Þeim, sem við dælurnar unnu, var ljóst frá upphafi, að starf þeirra var von- laust, en þeir héldu því áfram samt til síðustu stundar. Allt var gert, sem mögulegt var, til að beina' að slysstaðnum athygli annarra skipa, sem ná- læg kynnu að vera. Bál var kveikt á þilfarinu og flugeldum skotið — en árangurslaust. Og þeir, sem í örvæntingu sinni beindu vonaraug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.