Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 65

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 65
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 45 ÖRN: Ur leiðisferð á ,,Skaðvalli“ Það var ekki lítið um dýrðir hjá okkur Bakkastrákunum, þegar nær dró lokadegi, 11. maí, því að þá stóðu fyrir dyrum svokallaðar ,,leiðisferðir“, en það var flutningur á vermönn- um, þurrum þorskhausum í hundraðatali, úr- gangsfiski og öðru, sem vermönnum fylgdi að verðtíð lokinni. Allt var þetta flutt með róðrar- skipum frá Þorlákshöfn til Eyrarbakka og síð- an áfram á hestum upp til sveita. Tilhlökkunin óx hjá okkur með degi hverjum, því að von var til þess, að við fengjum að sitja í, eins og það var kallað, er skipin voru flutt til baka, það er að segja þau þeirra, sem ekki voru geymd á Bakk- anum. Þá gerði það og dýrðina enn meiri, ef sigla mátti í góðum vindi alla leið inn í vör á Þorlákshöfn. Hvílíkir viðburðir — hvílík ham- ingja og gleði! Það voru engir aukvisar er komu aftur úr slíkum ferðum — nei, það var venju- lega undanfari þess, að slíkir mundu teknir sem beitningastrákar, eða til róðra upp á hálfan hlut. Frá einni slíkri ferð skal hér greint. Það var austan kaldi, þegar við lögðum af stað og því rífandi leiði til Þorlákshafnar. Áhöfnin var fjórir menn fullorðnir og við tveir strákar. Segl voru tafarlaust sett upp, þegar komið var út fyrir ós, og þá var nú handagangur í öskunum hjá okkur strákunum. Rennislétt lónin gerðu okkur það mögulegt að verða að góðu liði, en er út fyrir Sundin kom, byrjaði að kitla dálítið í magann, er skipið hjó á öldunum. Mesti gleði- svipurinn hvarf af andliti okkar, en á engu var látið bera og karlmannlega hugsað um það eitt, að reyna að verða að liði og gubba alls ekki. Skipið dansaði undan vindinum fyrir öllum seglum. Enginn nema sá, sem reynt hefir, getur gjört sér í hugarlund sælukennd þá, er grípur menn, þegar náttúran er þannig beizluð og not- færð, til þess að auðvelda störf mannanna og hjálpa þeim að komast nær settu marki — og ekkert nema hveinið í vindinum heyrist, en áfram þýtur skipið fyrir seglunum. Hvílíkir viðburðir fyrir unglinga! Okkur fór brátt að verða kalt og nefin á okkur að blána og hvítir og dáðlausir vorum við orðnir. „Berjið þið ykkur strákar", sagði Páll í Nesi, en svo hét formaðurinn. „Berjið þið blámann af nefinu á ykkur“, bætti hann við og hló. Við tókum nú til að berja okkur, en þó með mestu gætni, því einhver ólukkans ólga gerði vart við sig hjá okkur, ekki frítt við að við vildum gubba. Það skal aldrei ske, hugsuð- um við og bitum á jaxlinn og þannig slampaðist feralagið af alla leið inn í Suðurvör í Þorláks- höfn, en heldur voru þeir fyrirferðarlitlir, pilt- arnir tveir, sem skreiddust upp á helluna, og ekki ýkjalíkir neinum kempum, þar sem þeir fóru eftir hlunnunum upp á kampinum. En ferðinni var lokið — fyrstu listiferðinni — lengstu sjóferðinni og þó langt væri að ganga austur sandskeiðið, austur að Ölvesá, og stund- um löng biðin eftir ferjunni í Óseyrarnesi, var þó vel til þessa alls vinnandi, því að viss sigur var unninn. Þá dró það ekki úr þessum mikilleik, að við áttum að fá að sofa í sjóbúð yfir nóttina, en allt sjóbúðalíf hafði í okkar augum vissan glæsileik yfir sér. Skipið var nú sett alla leið upp undir sjóbúð eina, og stóð sannarlega ekki á flutningi hlunn- anna af okkar hálfu. 'Hafði nú færzt í okkur nýtt líf við það að hafa fast land undir fótum og svo við áreynsluna. Nú var haldið til sjóbúðar einnar, er stóð búða fremst á kambinum, var það búð Jóns gamla á Hlíðarenda, að því er okkar var sagt. Sjóbúðin var forneskjuleg úr mold, torfi og grjóti, en rúmin voru með trébríkum — í okkar augum var hún hreinasta stórhýsi, er bjó yfir ótal leyndardómum, sem engir nema hinir fróð- ustu gátu frá greint. Og við sáum rúmin til beggja handa meðfram báðu veggjum búðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.