Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 56

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 56
36 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Ge/'r Sigurðsson: FYRSTA SJÓFERÐIN MÍN Það var eftir Jónsmessu árið 1880. Faðir minn átti gott tveggjamannafar, og hafði hann ákveðið að fara í róður næsta dag, ef veð- ur leyfði. Við drengirnir vorum báðir ungir, Sigurður bróðir minn á níunda ári og ég á átt- unda ári. Nú langaði okkur mjög að fara í róð- ur, og fórum við því til móður okkar og báð- um hana að leggja til við föður okkar og biðja hann um leyfið. Faðir minn tók þessu heldur dauflega og áleit, að það mundi tefja fyrir þeim og þeir missa af aflafeng, ef við yrðum sjóveik- ir, svo þeir yrðu að fara með okkur í land, en það varð þó úr, að leyfið fékkst með því að útlit var gott og svo átti að búa okkur vel út, í ullar- föt, trefla, vettlinga, sokka og skó. Fór nú faðir okkar með vinnumanninum, er hét Hallbjörn og við kölluðum Halla, með net niður í á, og var ætlun þeirra að veiða silung í það um nóttina og hafa hann í beitu. Ætlaði faðir minn að róa með færi og liggja fyrir lúðu, en þá var nýr silungur eða sjóbirtingur talin ágæt lúðubeita. Við háttuðum nú um kvöldið og var mikill hugur í okkur og báðum við þess innilega, að þessi ferð okkar mætti heppnast. Báðum við móður okkar að vekja okkur svo snemma, að eigi þyrfti að bíða eftir okkur. Um morguninn þegar við vöknuðum var engin manneskja sjá- anleg í bænum, fórum við því að kalla og grenja, Framh. af bls. 34. var óspart beint að Salmond skipherra bitrum ásökunum fyrir þá ákvörðun hans að hætta skipi sínu svo nálægt ströndinni í þeim tilgangi einum að spara sér nokkurra klukkustunda sigl- ingu. En þótt harmurinn væri sár og söknuður- inn almennur, viku ákærurnar brátt fyrir of- urmagni þeirrar aðdáunar, sem hin hugprúða framkoma þeirra vakti, er staðið höfðu mögl- unarlaust á þiljum sökkvandi skipsins, til þess að hægt yrði að bjarga frá tortímingu konum og börnum. því að við héldum, að þeir væru farnir í róður- inn, en í því kom móðir okkar inn og sagði okkur að hætta að grenja, því að pabbi okkar og Halli væru að vitja um netið, en hún væri að hita kaffið, og skyldum við nú flýta okkur á fætur og verða ferðbúnir, því veður væri gott. Við létum ekki segja okkur þetta tvisvar, enda voru öll plöggin við hendina. Nú komu þeir heim úr veiðiferðinni og hafði allt gengið að óskum, því að þeir veiddu sex sjó- birtinga og eina önd, sem hafði fest sig í net- inu um nóttina. Flýttum við okkur nú sem mest við máttum, átum okkur sadda og héldum svo af stað með beituna, silungana og öndina, niður að bátnum og lögðum svo frá landi. Hafði faðir minn með sér byssuna, þar sem hann var ágæt skytta, og var ætlun hans að skjóta fugla til beitu, ef á þyrfti að halda. Á leiðinni út ósinn fórum við fram hjá dá- lítilli eyju og uppi á klettunum á vesturenda hennar sátu nokkrir skarfar. Var einn þeirra fremstur og hafði hann góðar gætur á ferð okk- ar og stefnu, tilbúinn að kalla í félaga sína, ef hættu bæri að höndum. Þetta er vökus^arfur, og þar af er máltækið haft um menn, sem er létt um svefn og eiga hægt með að vaka langan tíma. Halli hafði orð á því, hvert eigi væri rétt að hleypa skoti á skarfana og fá meiri beitu, en faðir minn vildi eigi tefja róðurinn og áleit hann beituna nægilega, þar sem ekki voru nema tvö færin. Var því haldið tafarlaust áfram og eftir svo sem hálftíma róður, þegar komið var fyrir næsta nes, kom kaldi á vestan og dálítil undiralda af hafi. Áleit nú faðir minn, að eigi væri tiltök að fara með okkur út á fjörð og ákvað því að setja okkur á land, og láta okkur skemmta okkur í sandinum á meðan þeir lægju úti við fiskidrátt- inn. Okkur þótti nú þetta súrt í broti, en eigi var hægt að deila við dómarann, og settu þeir okkur á land þarna við eyraroddann. Var þetta gert vegna varúðar, því ef við hefðum orðið sjó-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.