Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 24

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 24
4 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Örn Arnarson: „Stjáni blái Hann var alinn upp við slark, útilegur, skútuhark. Kjörin settu á manninn mark, meitluðu svip og stældu kjark. Sextíu ára svaðilför setur mark á brá og vör, ýrir hærum skegg og skör, skapið herðir, eggjar svör. Þegar vínið vermdi sál, voru ei svörin myrk né hál — elckert tæpitungumál talað yfir fylltri skál. Þá var stundum hlegið hátt, hnútum Jcastað, leikið grátt, hnefar látnir semja sátt, — sýnt hver átti í kögglum mátt. Kæmi Stjáni í krappan dans, kostir birtust fullhugans. Betri þóttu handtök hans heldur en nokkurs annars manns. Norðanfjúkið frosti remmt fáum hefur betur skemmt, sílað hárið, salti stemmt, sævi þvegið, stormi kembt. Sunnan rok og austan átt eldu við hann silfur grátt. Þá var Stjána dillað dátt, dansaði slceið um hafið blátt. Sló af lagi sérhvern sjó, sat við stýri, kvað og hló, vpp í hleypti, undan sló, eftir gaf og strengdi kló. • Hann var alinn upp við sjó, ungan dreymdi um skip og sjó, stundaði alla æfi sjó, áldurhniginn fórst í sjó. Stjáni blái bjóst til ferðar, bundin skeið í lending flaut. Sjómenn spáðu öllu illu: Yzt á Valhúsgrunni braut, kólgubólginn Jclakkabakki kryppu upp við hafsbrún skaut. Stjáni setti stút að vörum, stundi létt og grönum brá, stakk í vasann, strauk úr skeggi, steig á skip og ýtti frá, hjaraði stýri, strengdi klóna, stefndi undir Skagatá. Æsivindur lotulangur löðri siglum hærra blés, söng í reipum, sauð á keipum, sá í grænan vegg til hlés. Stjáni blái strengdi klóna, stýrði fyrir Keilisnes. Sáu þeir á Suðurnesjum segli búinn lítinn knör yfir bratta bylgjuhryggi bruna hratt sem flygi ör, — siglt var hátt og siglt var mikinn sögðust kenna Stjána- för. Vindur hæklcar, hrönnin stæklcar, hrímgrátt særok felur grund, brotsjór rís til beggja handa, brimi loJcast vík og sund. Stjáni blái strengdi klóna, stýrði beint á drottins fund. Drottinn sjálfur stóð á ströndu: Stillist vindur! Lækki sær! Hátt er siglt og stöðugt stjórnað, stýra lcántu, sonur kær. Hörð er lundin, hraust er mundin, hjartað gott, sem undir slær. Heill til stranda, Stjáni blái, stíg á land og kom til mín. Hér er nóg að stríða og starfa, stundaðu sjó og drekktu vín. Kjós þér leiði, vel þér veiði, valin skeiðin bíður þín. Horfi ég út á himinlána, hugur eygir glæsimynd: Mér er sem ég sjái Stjána sigla hvassan beitivind austur af sól og suður af mána, sýður á keipum himinlind.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.