Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 53

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 53
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33 eins sá, að ég hefi aldrei séð herlið flutt á skips- fjöl svo hljóðlega sem hér og árekstralaust". En þeir áttu enn eftir að leggja fram, þessir hugprúðu menn, nýja sönnun fyrir drengskap sínum og virðingu fyrir heraganum, sönnun, er krafðist með tilliti til aðstæðnanna svo tak- markalausrar fórnfýsi, að lengra verður ekki komist í þeim efnum. Tíu mínútum eftir að reykháfurinn var fall- inn fyrir borð, með þeim afleiðingum, sem fyrr var getið, brotnaði skipið í sundur enn á ný á móts við vélarúmið aftanvert. Um leið og aft- urstafninn tók að hækka og skipið sýnilega var að því komið að stingast á endann niður í djúp- ið, gaf Salmond skipherra síðustu skipun sína: „Varpið ykkur fyrir borð, þið sem syndir er- uð, og reynið að komast í bátana“. Eins og fyrr var tekið fram, voru bátarnir aðeins þrír og í einum þeirra — þeim, sem kon- urnar og börnin voru í — var svo áskipað af fólki, að við sjálft lá að hann sykki, en um borð í skipinu voru enn þá hundruð manna eftir. Ef fylgt hefði verið ráði þessu, hefðu möguleikarn- ir orðið litlir til bjargar þeim, sem þegar voru komnir í bátana. Bátarnir höfðu verið ofhlaðnir og þeim hvolft fyrr en varði. Seton ofursti og foringjar hans sáu hættuna þegar, sem af þessu gat stafað, og þeir hvöttu menn sína til að hafna þeim möguleikum, sem í þessu voru fólgnir, til að bjarga sér á kostnað þeirra, sem veikari voru. Og til ævarandi sóma þeim, sem tilmælunum var beint til, tóku þeir ákvörðun sína hiklaust — að einum þremur undan skildum — í samræmi við þá hugprýði og þá óeigingjörnu fórnarlund, sem einkennt hafði framkomu þeirra frá upphafi þessa sorg- arleiks. „Bjargið konum og börnum fyrst“ hafði frá öndverðu verið grunntónninn í framkomu þeirra og athöfnum, og þeir voru staðráðnir í að bregðast ekki þeirri hugsjón sinni nú, þótt dreggjarnar væru beiskar í þeim bikar, sem tæma varð. Aðeins andartak gnæfði afturhluti hins dauða-dæmda skips hátt við himin, en því næst seig það skyndilega og hvarf í djúpið, með öll hin dýrmætu mannslíf innan borðs. Lucas merkisberi skýrði í framburði sínum frá hinum ömurlega lokaþætti þessa sorglega slyss á eftirfarandi hátt: „Við stóðum samhliða um þetta leyti á aftur- þilfari skipsins, Seton ofursti og ég. Ég hafði ákveðið að gera tilraun til að synda til lands, en hikaði við að varpa mér útbyrðis, þar sem sjórinn umhverfis skipið var orðinn morandi af mönnum. Það var hræðileg sjón. Sumir mannanna voru í dauðateygjunum, aðrir börðust um karlmann- lega, en hurfu svo skyndilega í djúpið, með skerandi angistarópum, sem enn hljóma í eyr- um mér, ægileg og tryllt. Og enn aðrir drógu með sér niður í undirdjúpin aðra menn, sem nálægir voru, í tilraunum sínum til sjálfsbjarg- ar. f skipsreiðanum héngu menn svo tugum skipti. Um leið og skipið brotnaði í tvennt, hlupu margir fyrir borð. Við Seton stóðum enn í sömu sporum. Ég hafði haft óljósa von um að skipið myndi hald- ast á floti, unz birta tæki af degi, en nú var augljóst orðið að svo myndi ekki verða. Við tókumst í hendur að skilnaði, og ég lét í ljós von um að fundum okkar bæri saman aftur einhversstaðar uppi á ströndinni. „Það er ólíklegt að svo verði“, svaraði hann, „ég er því miður ekki syndur". Eftir að skipið sökk, var sjórinn alþakinn mönnum. Sumir börðust um ofboðslega og reyndu að ná handfestu á einhverju til að halda sér fljótandi, aðrir klifruðu upp í reiðann á framsiglu skipsins, sem enn stóð upp úr sjón- um, eða reyndu eftir megni að ná til lands á sundi“. Bond merkisberi segir í sinni skýrslu, meðal annars: Capt. Wright, sem var einn þeirra, er sýnt hafði af sér um borð í skipinu frábæra stjórn- semi, djörfung og einbeittni, komst að landi á timburfleka, er losnað hafði frá skipinu. Iiafði honum tekist að klifra upp á flekann, ásamt 5 mönnum öðrum, og þótt svo væri þar á skipað, að á takmörkum væri að flekinn sykki ekki, tókst þeim félögum þó að bjarga til viðbótar 9—10 mönnum enn. Þegar komið var í nánd við brimgarðinn, varpaði Capt. Wright sér til sunds, þar eð sýnilegt var að flekinn myndi ekki þola þá ofhleðslu, sem á honum var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.