Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 54

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 54
34 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1 Alls tókst um 68 mönnum að bjarga sér til lands á þenna hátt. Undir forustu Capt. Wright lagði flokkur þessi af stað inn í landið til að leita manna- byggða. Hlýtur það að hafa verið ömurleg sjón, að sjá hina hröktu skipbrotsmenn, eins og þeir voru á sig komnir. Margir voru allsnaktir og nær allir skólausir. Þeir voru nær dauða en lífi af kulda og vosbúð, og sumir jafnvel hálf- sturlaðir af hörmungum þeim, er yfir þá höfðu dunið. Um sólsetur komust þeir loks til manna- byggða örmagna af þreytu. Varð Capt. Wright þá að takast enn á hendur ferðalag til búgarðs eins í 9 mílna fjarlægð, til að afla matvæla fyrir skipbrotsmennina. Daginn eftir voru þeir allir fluttir á búgarð einn í nágrenninu, þar sem hlynnt var að þeim eftir föngum. Capt. Wright hóf nú leit á um 20 mílna breiðri strandlengju í nánd við slysstaðinn, ef ske kynni að fleiri mönnum hefði skolað á land frá skipinu. í leitinni tók einnig þátt lítið hvalveiðaskip, sem statt var í nánd við staðinn. Sjálfur fann hann tvo menn og áhöfn hvalveiða- skipsins aðra tvo, sem hangið höfðu á spítna- braki í 38 klst. samfleytt. Fá lík fundust á ströndinni; hákarlarnir og brimið höfðu gengið hreinlega að verki — ör- fáar grafir þurfti að taka á ströndinni hinum ólánssömu fórnum þessa hörmulega atburðar. Allir, sem í bátunum voru, komust af heilir á húfi. Stærsti báturinn, sem í voru meðal ann- ara konurnar og börnin, dvaldi á strandstaðnum rúrna klukkustund eftir að skipið var sokkið. Eftir að bjargað hafði verið upp í bátinn fjölda manna, til viðbótar þeim, sem fyrir voru, ákvað bátsformaðurinn að halda til lands. Ætlaði hann upphaflega að losa sig þar við hinn dýr- mæta farm og fara þegar af stað aftur til hjálp- ar þeim, sem eftir voru. En þessi fyrirætlun fór út um þúfur. Brimið við ströndina varnaði hon- um lendingar, og ákvað hann því að halda vest- ur á bóginn í von um betri landtökuskilyrði þar. Sjómennirnir réru svo knálega, sem orka þeirra leyfði. Vesalings konurnar, lostnar skelf- ingu og kvíða og bugaðar af harmi eftir hinn skyndilega ástvinamissi, urðu þeim hvöt til að leggja fram krafta sína alla og óskipta. Leitinni, eftir hentugum landtökustað, var haldið áfram árangurslaust á 6 mílna svæði. Þegar birta tók af degi morguninn eftir, komu skipbrotsmennirnir auga á seglskip úti við hafsbrún. Hinir bátarnar höfðu nú einnig bætzt í hópinn, og héldu þeir allir saman í átt- ina til skipsins. I 3 klst. samfleytt var róið kappsamlega að markinu og smám saman dró úr fjarlægðinni. En þá tók skyndilega að auka vindinn og skip- ið, sem legið hafði kyrrt að mestu, tók nú stefnu til hafs undir fullum seglum. Með ofurmagni örvæntingarinnar tvöfölduðu þeir orku sína, mennirnir, sem um hlunnana héldu og þegar voru að þrotum komnir, en skip- ið fjarlægðist óðfluga og bar með sér út í auðn- ina síðustu lífsvonir hinna þrekuðu skipbrots- manna. Skyndilega snéri það þó við aftur og stefndi í áttina til þeirra. Þeir urðu frá sér numdir af fögnuði, er þeim loks varð það ljóst að sézt hafði til þeirra frá skipinu. Þeim var borgið. Að nokkrum tíma liðnum voru þeir allif komnir upp á þilfar hins ókunna skips og þökkuðu Guði fyr- ir lífgjöfina. Þegar lokið var björguninni var enn lagt af stað í áttina til strandstaðarins. Þar var fátt að sjá. Upp úr sjónum stóð framsiglan ein, inn- an um brotnar rár og annað spýt'nabrak. En í skipsreiðanum héngu menn, sem enn voru á lífi. Bátur var settur á flot frá skipinu, og að stund- arkorni liðnu hafði enn tekizt að bjarga 30—40 mönnum. Þeir voru hræðilega útleiknir eftir 12 stunda vosbúð, hungur og þorsta. Flestir voru klæð- lausir og nær sturlaðir af skelfingu. í byrjun höfðu þeir verið 50, sem komizt höfðu upp í reiðann, en kuldinn og þreytan hafði smám saman bugað krafta þeirra, hver af öðrum misstu þeir tökin og féllu í sjóinn, þar sem þeir ýmist drukknuðu, eða urðu hákörlum að bráð. Alls tókst að bjarga frá slysi þessu 192 mönn- um, að meðtöldum konum og börnum. Tala drukknaðra, eða þeirra sém fórust, var 446, og voru meðal þeirra skipherrann og hinn hug- djarfi Seton ofursti. Þegar fregnir af slysinu bárust til Englands, Framh. bls. 36.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.