Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 29
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
9
jg-ÍYRSTfl FULLTROflRftÐ
SJOMRNNRDFIGSIN5
/ocmo^'
'Jri'mul'
-ÝcUldóó*
kjósa einn mann úr hverju félagi í nefnd, til
athugunar á þeim tillögum, er fram hafa komið,
hvernig slíkum degi skuli fyrir komið, hvenær
hann skuli hafður og hvaða viðfangsefnum
hann skuli beita sér fyrir. Tillögur nefndar-
innar skulu lagðar fyrir fulltrúaþing á þessu
ári“.
í nefndina voru kosnir:
Frá Fél. ísl. loftskeytam.: Henrý Hálfdánsson.
Frá Skipstjórafél. Islands: Friðrik Ólafsson.
Frá Skipstjórafél. Aldan: Guðbjartur Ólafsson.
Frá Skipstj.- og stýrim.fél. Reykjavíkur: Guð-
mundur Oddsson.
Frá Vélstjórafél. íslands: Þorsteinn Árnason.
Frá Sjóm.fél. Reykjav.: Sigurjón Á. Ólafsson.
Frá Matsv,- og veitingaþj.fél. íslands: Janus
Halldórsson.
Frá Skipstjórafél. Kári í Hafnarfirði: Einar
Þorsteinsson.
Nefnd þessi vann nú að því næstu mánuðina
að semja reglugerð fyrir væntanlegan Sjó-
mannadag, en í reglugerð þessari var gert ráð
fyrir, að sérstöku fulltrúaráði, sem skipað yrði
tveim mönnum frá hverju félagi, skyldi endan-
lega falin framkvæmd málsins.
Hinn 27. febr. 1938 var svo haldinn í Reykja-
vík fyrsti fundur slíks fulltrúaráðs — stofn-
fundur Sjómannadagsins. Á fundinum mættu
fulltrúar frá 9 félögum sjómanna. Staðfest var
á fundi þessum stefnuskrá sú, er samin hafði
verið af undirbúningsnefnd dagsins og fyrsta
stjórn hans kosin, en í henni áttu sæti:
Henrý Hálfdánsson loftskeytam., formaður,
Guðmundur H. Oddsson stýrimaður, féhirðir,
Sveinn Sveinsson netagerðarmaður, ritari.
Varamenn voru kosnir skipstjórarnir Björn
Ólafsson, Geir Sigurðsson og Þorgrímur Sveins-
son.