Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 63

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 63
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 43 Sigurgeir Friðriksson: Bókasöfn í skipum Ritstj. Sjómannadag'sblaðsins hitti nýlega að máli Sigurgeir Friðriksson bókávörð, sem mörgum sjómönn- um er að góðu kunnur vegna starfsemi sinnar í sam- bandi við bókasöfn þau, sem Bæjarbókasafn Reykjavík- ur hefir á undanförnum árum lánað um borð í skip. Með starfsemi sinni á þessu sviði hefir Sigurgeir unnið brautryðjendastarf í þágu íslenzkra sjómanna, sem seint verður metið til fulls. Ættu sjómenn að gefa starfi hans meiri gaum í framtiðinni og styðja betur en hingað til, með drengilegum fjárframlögum, þá ótví- ræðu menningar viðleitni, sem hér hefir verið lagður grundvöllur að, þannig að brátt megi rætast vonir þær, sem höf. setur fram í niðurlagi greinar sinnar, um framtíðarskipulag þessara mála. Ritstj. Starfsemi þessi var hafin nálægt áramótum 1923—’24 og er því nú á nítjánda árinu. Stjórn bókasafnsins hafði ákveðið, eftir tillögu Héð- ins Valdimarssonar, að gerð yrði tilraun um að lána bækur í fiskiskipin, en bókavörðurinn varð að þreifa sig áfram um fyrirkomulagið. Bókasafnið lifði við mjög þröngan bókakost og var því ekki unnt að búa út fyrst í stað nema örfá skipabókasöfn, en þeim hefir fjölgað smátt og smátt. Oftast höfum við búið út 3—4 skipa- bókasöfn á ári. Við höfum tínt til í þau flestar þær bækur, sem út hafa komið á árinu og líkur voru til að sjómenn gætu notið og nokkrar eldri bækur, þar á meðal 4—5 bækur á erlendum mál- um — dönsku og ensku — og alltaf hafa verið settar 40 bækur í hvert bókasafn. Þannig höf- um við búið út alls 65 skipabóksöfn, en allmörg hinna eldri eru nú út slitin og ónýt, sem vonlegt er, og vantar því mikið á að úr svo miklum fjölda sé að velja nú. Nýjung þessari, var strax tekið með fögnuði af sjómönnum og með fullum skilningi af flest- um útgerðarmönnum. Það sýndu þeir með því, að leggja til lokaða skápa til að geyma bækurnar í, og gekk Alliance — Jón Ólafsson — þar á und- an með góðu eftirdæmi. Þar sem nær allar bækur, er út koma hér á Jandi, eru settir í skipa-bókasöfnin, er auðsætt að sjómenn fá hvorki betri né lakari bækur en aðrir, sem við Bæjarbókasafnið skipta, og þótt ekki hafi verið safnað skýrslum um það, hvers- konar bækur sjómenn lesa mest, þykist ég mega fullyrða, að þeir lesa fræðibækur og góð skáld- rit eigi síður en aðrir menn að tiltölu. En þá hefi ég vitað þakklátasta fyrir bækurnar og taka hverri nýrri bókasendingu með mestum fögnuði, og hefi ég því, að öllu samanlögðu, haft einna mesta ánægju af að lána þeim bæk- ur. Áður en langir tímar liðu frá því að starfsemi þessi var hafin, fóru einstakir sjómenn að láta í ljós ánægju sína yfir bókunum, ekki með lof- ræðum eða þakkargjörðum, heldur með stutt- um setningum eins og þeirri, að bækurnar væru „á við hálfan mat“. En mest kvað að þakklæt- inu, þegar Guðmundu* Jónsson skipstjóri á Skallagrími gerði sér ferð í bókasafnið, til þess að láta í ljós aðdáun sína á þessari nýjung. Kvað hanli allt annan og meiri menningarbrag á allri framkomu skipverja, síðan þeir fengu bækur að lesa, og væru þessi bókalán í skipin einhver hin mesta umbót, sem orðið hefði í sinni tíð. Heyrt hefi ég, að erlendir menn, sem af til- viljun hafa komizt á snoðir um þessa starfsemi Bæjarbókasafns Reykjavíkur, hafi veitt henni eftirtekt vegna þess, að þeir viti eigi til að bæk- ur séu lánaðar í fiskiskip neinsstaðar nema hér, þótt víða um heim séu bókasöfn í farþegaskip- um og jafnvel í flutningaskipum. Ef bókalest-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.