Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 62

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 62
42 SJ ÓM ANNAD AGSBLAÐIÐ varð róðurinn að sjálfsögðu með öðru fyrir- komulagi en áður. Um June-Munktell bikarinn kepptu skips- hafnir af 4 mótorskipum, en til keppni um Fiskimanninn höfðu 6 skipshafnir tilkynnt þátt- töku sína, en aðeins 5 mættu til róðurs. Var þó áður búið að raða skipshöfnum á báta skv. því,. sem upphaflega var ætlað, og ákveða í hvaða röð skipshafnir skyldu róa. Þetta ruglaði þá, er taka skyldu tímann við róðurinn. Fórst fyrir að taka tíma einnar skippshafnar, og varð ágrein- ingur út af því seinna. Var þetta skipshöfn af togaranum Karlsefni, en sú er ekki mætti var af Agli Skallagrímssyni. Skipshöfn Karlsefnis réri mjög fallega, og töldu margir að hún hefði náð góðum tíma. Hinir nýju kappróðrarbátar Sjómanadagsins leggja af stað í fyrsta róðurinn. Röð og tími þeirra er réru var sem hér segir: Umferð Skipshöfn Kappróðrarbátur Formaður Tími 1. M.s. Sæbjörg Vestri Jötunn Harðfari Þórarinn Björnsson Jón Franklín 5 m. 3,0 sek. 5 — 6,2 - 2. Liv Þorsteinn Gammur Dreki Jón Þorleifssori Torfi Halldórsson 5 — 5,8 — 5 - 16,5 — 3. E.s. Sigríður Arinbjörn hersir Jötunn Harðfari Björgvin Björnsson Kristján Kristjánsson 4 - 59,8 - 4 — 54,8 — 4. Karlsefni Gammur Magnús Þórðarson ? 5. Gyllir Garðar Jötunn Harðfari Jónmundur Gíslason Sigurjón Einarsson 4 — 56,8 - 5 - 4,6 — Eins og róðrarskýrslan ber með sér, náðu beztum róðrartíma: af mótorskipum skipshöfn- in af m/s. Sæbjörgu á 5 mín. 3,0 sek. og hlaut bikarinn, og af gufuskipum skipshöfnin af b/v. Arinbirni hersi á 4 mín. 54,8 sek. og hlaut Fiski- manninn. Um mistök þau, sem fyrr var getið, í sambandi við róðrartíma Karlsefnis, hefir að vonum nokk- uð verið rætt og ritað, og skal ekki farið út í það hér, að öðru leyti en þessu: Þeir, sem sjá áttu um kappróðurinn, hafa viðurkennt þessi mistök sín, harma þau mjög og hafa eins og menn muna beðið afsökunar á þeim í heyranda hljóði. En á hinn bóginn harma þeir það líka, að skipshöfn sú, er beztum róðrartíma náði, og sem viðurkennt var á allan hátt, hugði sig mis- skipta við úthlutun verðlauna og taldi sig af þeim ástæðum ekki geta tekið þátt í veizlufagn- aði Sjómannadagsins um kvöldið. Eitt er það, sem sjómenn skulu jafnan hafa hugfast, þótt einhverjum okkar verði einhver mistök á, og út af því hljótist smávegis ágrein- ingur okkar í milli, má þess ekki gæta þegar við eigum allir að safnast saman í eina órjúfandi heild, hvort sem það er til harðra átaka fyrir áhugamálum okkar eða til veizlufagnaðar á há- tíðisdegi okkar — Sjómannadeginum. Með þetta í huga herðum við róðurinn á kom- andi Sjómannadegi, bæði á kappróðrarbátun- um og þá ekki síður til eflingar velferðarmál- um sjómannastéttarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.