Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 33
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
13
Jörðin rifnaði.
Japanir á sér kviðristu í mótmælaskyni á tröpp-
unum hjá sendiherra Bandaríkjanna.
Strax og við nálguðumst Yokohama, fórum
við að sjá merki eyðileggingarinnar. Hvergi var
hægt að leggjast upp að, allar bryggjur og hafn-
armannvirki lágu hrunin í einni bendu, óhrund-
ar byggingar sáust aðeins hér og þar á stangli.
Það er álitið, að jarðskjálftarnir hafi átt upp-
tök sín í Sagami Nada flóanum, en inn úr þeim
flóa gengur Tokyo fjörðurinn. Innst í firðinum
liggur höfuðborgin Tokyo, en vestan til í firð-
inum er hafnarborgin Yokohama, og út við
fjarðarmynnið sömu megin er flotastöðin Yoko-
suka.
Út á höfninni í Yokohama lá mikill skari af
skipum frá flestum þjóðum heims. Öll afferm-
ing varð að fara fram á bátum, nema á þeim
skipum, sem hlaðin voru timbri, því var fleygt
beint í sjóinn, þar sem urmull af Japönum var
fyrir til að safna því saman og binda í fleka.
Jafnskjótt og við höfðum varpað akkerum og
skoðun hafði farið fram, vorum við umsetnir af
aðgangsfrekum varningssölum, sem höfðu alls-
konar djásn á boðstólum. Við fengum ekki að
fara í land þennan fyrsta dag. í bítið morgun-
inn eftir kom hópur af japönskum blaðamönn-
um og alls konar sérfræðingum til að skoða
skipið. Við vorum orðnir vanir því, að blaða-
menn kæmu og skoðuðu skipið þar sem við
komum og skrifuðu um það allskonar lof og veg-
sömuðu það á ýmsan hátt og skipasmíði Dana,
en japönsku sérfræðingarnir virtust beinlínis
ætla að éta skipið í sig. Þeir þukluðu það og
mældu hátt og lágt, og skriðu á maganum, þar
sem ekki var komist öðruvísi. Dönsku yfir-
mennirnir drógu ekki úr kostunum, og voru allir
á hjólum framan í japönsku blaðamönnunum,
en voru öllu stirðari við japönsku verkamenn-
ina og lokuðu fyrir þeim öllum kömrum á skip-
inu, en þeir hefndu sín grimmilega með því að
ganga þarfa sinna hingað og þangað innan um
lestina, þar sem þeir voru að vinna.
Japanskir fyrirmenn klæðast að hvítra manna
hætti, en verkamenn klæðast mest aðskornum
bláum bómullarfötum, og sýndist manni helzt, að
þeir væru allir á nærbuxunum með rúnaletur á
bakinu. Þegar rigndi, vörpuðu þeir yfir sig
hálmhettu, sem vatnið hripaði af. Þrátt fyrir
hörmungarnar, voru þeir léttlyndir og virtust
hinir mestu háðfuglar.
Þegar í land kom, var ömurlegt yfir að líta,
eyðileggingin var svo mikil, að víða stóð
ekki steinn yfir steini. Hinar miklu stálbrýr og
önnur stórkostleg mannvirki lágu eins og þeim
hefði verið vöðlað saman, en alls staðar voru
hendur að verki, til að hreinsa og undirbúa ný-
byggingar. Maður undraðist einna mest, hvar
þessi mannfjöldi gæti hafst við. Það var einna
líkast og á Þingvöllum á Alþingishátíðinni 1930,
mikið af fólki og lítið af húsum, en víða djúpar
gjár og sprungur í jörðina. Víða gekk maður
fram á fólk, sem hafði hreiðrað um sig á hinum
Brýr og önmir rammgerð mannvirki hrundu.