Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 34

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 34
14 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ólíklegustu stöðum. Menn leituðu hælis, þar sem eitthvað afdrep var að fá. Sums staðar bjuggu heilar fjölskyldur saman hnipraðar í stórum kössum. Eymdin var mikil hjá fólkinu, en dásamlegt var, hve það bar sig vel. Japanir segja bara með þolinmæði, „Shikata ga nai“ (þetta er nokkuð, sem verður ekki umflúið) og byrja strax að koma sér fyrir á nýjan leik. Iðulega sá maður lík á floti. Japanir virtust lítið hirða um þau nema þá að stjaka þeim úr vegi, ef þau voru fyrir. Japönum flökrar ekki við á venjulegum tím- um að leggja sér til munns alls konar krabba, krossfiska og marflær, og neyðin í þetta skipti kenndi þeim að fussa ekki við neinu. Við kom- um inn í kofa einn, sem ekki var stærri en lítill hænsakofi. Þar bjuggu hjón með börnum og foreldrum sínum. Engir húsmunir voru þar nema motta á gólfi, sem fólkið sat á. Litlar hlóðir með viðarkolum voru á miðju gólfi, stóð húsbóndinn yfir þeim og eldaði eitthvað í potti. Mér var forvitni að vita, hvað hann væri að malla, sýndi hann mér það góðfúslega og færði það upp á prjóni. Það var þá smokkur, sömu tegundar og stundum hleypur í síldina okkar á haustin, með angalíum og öllu saman. Svo var að sjá sem húsbóndinn áliti, að hnífur sinn hefði þarna komið í feitt. Mér datt í hug, að það myndi aldeilis hlaupa á snærið hjá honum, ef hann næði í einhvern af stóru kolkröbbun- um, sem sagðir eru vera í Japanshafi og vega tonn eða meira. Hjálparstarfsemi var þarna mikil af hálfu erlendra þjóða, sérstaklega Bandaríkjamanna og Breta, sem strax eftir jarðskjálftann sendu *þangað mikið af herskipum hlöðnum hjúkrun- argögnum og matvælum. Brezku og amerísku hermennirnir unnu að því að bjarga fólki úr rústunum og safna hinum dauða í hauga til að brenna líkin; var sprautað yfir þau olíu og síðan kveikt í þeim út á bersvæði. Hvað jarðskjálftann sjálfan snertir, verð ég að styðjast við sögusögn annara. Farþegi á risa- skipinu „Empress of Australia", sem lá á höfn- inni í Yokohama, segir svo frá: Skipið lá tilbúið til að halda úr höfn, þegar ósköpin dundu yfir. Það var um miðdagsleytið. Farþegarnir stóðu á háþiljum og skemmtu sér við að athuga hið iðandi mannhaf og fjölbreytilega athafnalíf við höfnina. Allt í einu var eins og skipið tækist á loft og í sömu svipan hrundu hin miklu hafn- arhús þarna skammt frá, en dökkan mökk lagði upp úr rústunum. Fyrst hélt fólkið um borð, að einhver voða sprenging hefði orðið þarna við höfnina, en ekki þurfti nema líta snöggvast til borgarinnar, til þess að sjá hvað um væri að vera. Heil borgarhverfi höfðu hrunið í rústir og alls staðar lagði dökka mekki upp úr rústunum, en jörðin gekk í bylgjum, eins og heimurinn væri að farast. Þegar mesti kippurinn var lið- inn hjá, stóð ekkert uppi af hinni miklu hafnar- borg Yokohama, nema einstaka illa útleiknar byggingar hér og þar á stangli. Eftir þriðja stóra kippinn, laust á roki, en ægileg flóðbylgja kom æðandi utan af hafinu og hvolfdi sér langt upp á land. Um allt brauzt út eldur, og lagði svo mikinn hita út yfir höfn- ina, að það kviknaði í mörgum skipum, sem ekki gátu varið sig fyrir eldinum. Reykurinn upp frá brennandi borginni varð svo þéttur, að varla sá handaskil meðan sól var hæst á lofti, en eldtungur teigðu sig himinhátt. Eftir því sem eldurinn breiddist út við höfn- ina, bættust nýjar ógnir við með ógurlegum sprengingum, þegar eldurinn læsti sig í gas- og olíugeymana, og skotfæraskemmur sprungu í loft upp. Logandi olían rann út á höfnina og kveikti í fjölda skipa. Þeir íbúar borgarinnar, sem ekki höfðu orð- ið undir í rústunum, æddu vitstola af skelfingu niður að höfninni, til þess að forðast svæluna og hitann, sem var afskaplegur. Klæði margra log- uðu, margir féllu dauðir um í þrengslunum og margir drukknuðu í höfninni. Sjómennirnir á skipunum þarna gerðu allt, sem þeir gátu til þess að bjarga sem flestum, en erfitt var að koma björgunarbátunum við fyrir líkum, sem flutu eins og hráviði á höfninni. Talið er, að ekki hafi tekið nema 15 sekúndur að leggja mestan hluta Tokyo og Yokohama í auðn, og er þar átt við tímann meða á stærstu kippunum stóð, en meiri og minni kippir fund- ust daglega um langa hríð á eftir. Sem dæmi um það, hve fyrstu kippirnir voru snöggir, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.