Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 60

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 60
40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Hermann S. Jónsson: Fiskiróður úr Oddbjarnarskeri Um tvítugsaldur var ég orðinn formaður í Oddbjarnarskeri og þrásækilega hér heima fyr- ir. Vorum við alltaf saman, bræðurnir, og öfl- uðum ágætlega, vorum oft með þeim aflahæstu. Bát höfðum við látið smíða okkur, skektu, stórt 5-mannafar; smíðaði hana Bergsveinn Ólafs- son, bóndi í Bjarneyjum, skipasmiður ágætur. Var þetta mjög sjólaginn bátur. Það var um haust — ég man ekki hvaða ár — að ég réri í Oddbjarnarskeri sem oftar á þess- um nýja bát. Veðri var svo háttað um morgun- inn, að dimmt var í lofti og sást lítt til fjalla, dimmt á norðurfjöllum, undirsjór mikill og dundi brimgnýr á hverju skeri. Við höfðum beitt lóðir okkar, sem aðrir, en engum leizt á útlitið. Þó rérum við, en vorum nú aðeins fimm á, einn þóttist lasinn. Ég verð að gefa sjálfum mér þann vitnis- burð, að sjógikkur þóttist ég ekki vera, en kannske nokkuð djarfur á þeim árum, en þó fremur aðgætinn. Þessir voru hásetar: Kristján bróðir minn, Jóhann Arason (síðar skipstjóri), sem nú var orðinn þrekmaður mikill og þolinn; hinir voru: Ólafur Hansson og Þorvarður Jörgensson, en sá, sem í landi sat, var Eyjólfur Jónsson (Bárar- Jóns), sá er fórst nokkrum árum síðar af eitri eða eiturbyrlun. Allt voru þetta frískir menn og duglegir. Segir nú ekki af ferð okkar fyrr en við erum búnir að leggja lóðir okkar suður í Brekadjúpi í Bjarneyjarál. Þá fóru að koma skinnaköst á sjóinn og sauð í veðurhvininum í norðurátt. Skipti það fáum togum, unz skollið var á ofsa- veður, með fannkynngi og sorta, svo að lítt sá út af borði í fyrstu, er veðrið skall á. Lóðunum gátum við með þrautum náð, 4 í andófi; dálítið var af fiski, skötu og spröku á lóðunum, svo að seglfesta var í bátnum. Var nú til segla tekið og snúið til norðurs. Fékkst horf fyrir utan Sker (Oddbjarnarsker), og sáum við brátt að sú sigling myndi ekki til bóta. Var ég að því kominn að láta fella seglið og bera um, en þá slitnaði höfuðbendan á kul- borða og klofnaði „stellingin", „mastrið" hljóp í kjöl niður og reif kjölborðið aftur og fram. Lét ég þá taka lóðirnar og setja í hrúgu undir „mastrið" til að standa í. Bárum við síðan um og sigldum suður, sem hægast og bezt lá á. Segl- ið var rifað, og mátti heita að báturinn bæri það og skildi ég þó sízt í því. En gátan var bráðum ráðin: Það var rifan á bátnum, sem var’ orsök þess. En nú var lekinn orðinn svo mikill, að aldrei mátti rétta sig upp með tveggja manna trog. Auðvitað dreif nokkuð yfir bátinn, því að ein- att harðnaði ofviðrið. Oft rofaði þó til, svo að sá til leiðar. Ég var að hugsa um að reyna að verja bát- inn stór áföllum, eftir því sem ég gæti, vegna undirsjóarins, sem nú æstist einnig, er öfugt hvessti á hann; sýndist það ógjörningur, en báturinn þoldi svo undarlega mikið, að hanii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.