Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Page 60

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Page 60
40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Hermann S. Jónsson: Fiskiróður úr Oddbjarnarskeri Um tvítugsaldur var ég orðinn formaður í Oddbjarnarskeri og þrásækilega hér heima fyr- ir. Vorum við alltaf saman, bræðurnir, og öfl- uðum ágætlega, vorum oft með þeim aflahæstu. Bát höfðum við látið smíða okkur, skektu, stórt 5-mannafar; smíðaði hana Bergsveinn Ólafs- son, bóndi í Bjarneyjum, skipasmiður ágætur. Var þetta mjög sjólaginn bátur. Það var um haust — ég man ekki hvaða ár — að ég réri í Oddbjarnarskeri sem oftar á þess- um nýja bát. Veðri var svo háttað um morgun- inn, að dimmt var í lofti og sást lítt til fjalla, dimmt á norðurfjöllum, undirsjór mikill og dundi brimgnýr á hverju skeri. Við höfðum beitt lóðir okkar, sem aðrir, en engum leizt á útlitið. Þó rérum við, en vorum nú aðeins fimm á, einn þóttist lasinn. Ég verð að gefa sjálfum mér þann vitnis- burð, að sjógikkur þóttist ég ekki vera, en kannske nokkuð djarfur á þeim árum, en þó fremur aðgætinn. Þessir voru hásetar: Kristján bróðir minn, Jóhann Arason (síðar skipstjóri), sem nú var orðinn þrekmaður mikill og þolinn; hinir voru: Ólafur Hansson og Þorvarður Jörgensson, en sá, sem í landi sat, var Eyjólfur Jónsson (Bárar- Jóns), sá er fórst nokkrum árum síðar af eitri eða eiturbyrlun. Allt voru þetta frískir menn og duglegir. Segir nú ekki af ferð okkar fyrr en við erum búnir að leggja lóðir okkar suður í Brekadjúpi í Bjarneyjarál. Þá fóru að koma skinnaköst á sjóinn og sauð í veðurhvininum í norðurátt. Skipti það fáum togum, unz skollið var á ofsa- veður, með fannkynngi og sorta, svo að lítt sá út af borði í fyrstu, er veðrið skall á. Lóðunum gátum við með þrautum náð, 4 í andófi; dálítið var af fiski, skötu og spröku á lóðunum, svo að seglfesta var í bátnum. Var nú til segla tekið og snúið til norðurs. Fékkst horf fyrir utan Sker (Oddbjarnarsker), og sáum við brátt að sú sigling myndi ekki til bóta. Var ég að því kominn að láta fella seglið og bera um, en þá slitnaði höfuðbendan á kul- borða og klofnaði „stellingin", „mastrið" hljóp í kjöl niður og reif kjölborðið aftur og fram. Lét ég þá taka lóðirnar og setja í hrúgu undir „mastrið" til að standa í. Bárum við síðan um og sigldum suður, sem hægast og bezt lá á. Segl- ið var rifað, og mátti heita að báturinn bæri það og skildi ég þó sízt í því. En gátan var bráðum ráðin: Það var rifan á bátnum, sem var’ orsök þess. En nú var lekinn orðinn svo mikill, að aldrei mátti rétta sig upp með tveggja manna trog. Auðvitað dreif nokkuð yfir bátinn, því að ein- att harðnaði ofviðrið. Oft rofaði þó til, svo að sá til leiðar. Ég var að hugsa um að reyna að verja bát- inn stór áföllum, eftir því sem ég gæti, vegna undirsjóarins, sem nú æstist einnig, er öfugt hvessti á hann; sýndist það ógjörningur, en báturinn þoldi svo undarlega mikið, að hanii

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.