Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 57

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 57
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 37 veikir eða veður versnað, hefðu þeir orðið að fara í land og tapað róðrinum. Við gengum nú með fjöruborðinu eftir sand- inum, en þar eru langir og sléttir sandar og berst ýmislegt upp á þá af reka, er vindur stend- ur á land, og í brimi berst það langt upp á land. Við fórum að athuga rekann og fundum þar mikið af skeljum og kuðungum. Þar voru öðu- skeljar, kúskeljar og gimburskeljar. Þá fundum við líka nokkra hörpudiska og þótti að þeim mesti fengur. Þá tíndum við líka upp nokkra brimsorfna steina með ýmsum litum, er við höfðum eigi séð áður, og spýtukubba bg borð- búta, máláða með ýmsum litum. Þótti okkur þetta allt nýstárlegt og mikill fjársjóður. Fórum við nú að horfa út á fjörðinn og gæta að bátnum, sem lá fyrir stjóra á að gizka 3 sjó- mílur frá landi. Hafði ég orð á því við Sigga bróður minn, að báturinn mundi sökkva, því að hann næstum hvarf í bárudalina. En hann var alveg óhræddur um það, og sagði mér að þetta kæmi af fjarlægðinni, að við gætum eigi séð hann alltaf jafn vel vegna bárunnar, og varð ég þá rólegri, en óskaði þess þó í huga mínum, að þeir færðu sig nær landi.Nú var komið fram yfir hádegi, og fórum við því að taka upp nestið okk- ar, sem var kaka og smjör og mjólk á flösku. Lágum við nú þarna nokkra stund og hvíldum okkur eftir máltíðina. Uppi á eyrinni eru sandflákar og grasblettir á milli, og ætluðum við að skoða varpið, því að við vissum, að þarna er allt fullt af kríu og ritu á vorin, því að hún verpir þar uppi á sandinum. Við bárum nú skeljar, steina og spýtur allt í éina hrúgu og létum dýrmætustu skeljarnar í húf- urnar okkar, sem voru stórar prjónahúfur, og eins í vettlingana og gengum svo hróðugir upp á eyrina. En ekki höfðum við lengi farið, þegar við rákum okkur á egg í hreiðri og ófleyga unga, sem voru að skjótast þar til og frá í grasinu. Okkur hafði verið bannað að snerta á ungun- um og sízt af öllu að meiða þá á nokkurn hátt, en þar sem eggin að öllum líkindum voru orðin unguð, þorðum við heldur ekki að taka þau. Það leið nú heldur eigi á löngu, þar til við fengum annað að hugsa um, því að nú komu kríurnar í stórhópum og lögðu okkur í einelti, slógu til okkar með vængjunum og drituðu á höfuð okkar og herðar, svo að við sáum þann kost vænstan að halda aftur niður á sandinn, þar sem við vorum alveg berskjaldaðir, höfuðfatalausir og verju- lausir. Þegar við komum niður í fjöruna, hættu árásarflokkarnir að kvelja okkur, og vorum við nú úr allri hættu. Fórum við þá aftur að ganga á rekann og athuga fjöruna og tók nú að líða á daginn. Áður en varði, sáum við að báturinn kom róandi og stefndi til lands, og urðum við glaðir við. Tókum við nú saman allt dót okkar, fylltum húfur,.vasa og vettlinga og ætluðum svo að bera spýturnar í fanginu niður í bátinn, en þegar þeir komu nær, sáu þeir, að eigi var gott að lenda við sandinn og að við mundum vökna við að fara upp í bátinn, svo að þeir reru inn með sandinum og lentu við steina, sem voru fyrir innan tangann, því að þar var dágott skjól. Þetta voru nú vonbrigði fyrir okkur, því að við urðum að skilja nokkuð eftir í fjörunni af safni okkar, en eigi þorðum við annað, en stökkva inn eftir og elta bátinn. Þegar við kom- um upp í bátinn, sáum við, að þeir höfðu afl- að ágætlega, 5 vænar stofnlúður og nokkrar smærri, um 60 ýsur og talsvert af háf. Var nú sem skjótast haldið heim í lendingu og aflinn fluttur á land. Var þetta ágætur róður og mikil búbót fyrir sláttinn. Ýsan var hengd upp og nokkuð af henni hert. Lúðan var geymd í soðið, en nokkuð saltað. Lifrin tekin úr háfnum og roðið hirt og hornið, en fiskurinn þurrkaður og hafður í eldinn og logaði vel. Daginn eftir fór- um við bræðurnir með dótið okkar upp í húsið okkar, sem var efst í túninu, og röðuðum hverj- um hlut á sinn stað, skeljum og kuðungum sér, en steinum öðru megin. Er þessi ferð mér ógleymanleg, þótt eigi væri ég við fiskidrátt- inn, mátti segja, að hún lánaðist ágætlega. Við smíðuðum tvo báta úr spýtunum og sigld- um þeim niður á lítilli tjörn, sem var skammt frá túninu. Fórum við þá í skipaleik, hlóðum bátana með íslenzkum varningi og sigldum til útlanda. Seldum þar vörurnar og keyptum aft- ur í bátana kaffi, sykur, hveiti, léreft, tvinna o. fl. Gengu þessar ferðir ágætlega hjá okkur, og er við hættum siglingum með haustinu, létum við bátana inn í kofann okkar og geymdum þá til næsta vors. Lítið grunaði okkur þá, að það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.