Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 36

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 36
16 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ blönduð þrumum og óhljóðum, eins og skotið væri af fallbyssum. Svo var ekkert hægt að sjá né heyra annað en skruðninginn, þegar húsin voru að hrynja, og angistarvein fólksins, sem kvaldist í rústunum. Hin miklu musteri klofnuðu og guða-líkneskin steyptust af stóli. Mikla höllin hans Hideyoshi hjá Fushimi, sem bar af öllu að mikilfeng og útflúri, byrjaði að riða, féll síðan saman og varð að smælki. Hinn 10. nóvember 1855 varð svo mikill jarð- skjálfti í Tokyo, að eyðileggingin af völdum hans líktist einna mest því, sem varð í þetta síðasta skipti. Miðbik jarðskjálftans virtist vera í borginni sjálfri, en áhrif hans náðu miklu lengra. Þá féllu 14,000 hús í borginni en 104,000 manneskjur létu lífið. Heljarmikil flóðbylgja féll upp að ströndinni og upp fljótin og sópaði öllu á undan sér. f Það var í þessum jarðskjálfta, sem Japanir kynntust fyrst skipsbyggingarlist hvítra manna. Japan var þá ennþá einangrað frá umheimin- um, þótt þeir hefðu þá undirskrifað hinn fyrsta samning við vesturveldin um björgun skipa og aðhlynning sjóhraktra manna. Landið var þá flestum óþekkt, og það hafði hvorki verzlunar- né stjórnmálasamband við nokkurt land. Krím- skaga styrjöldin geysaði þá í Evrópu, er Bretar og Tyrkir börðust gegn Rússum. Þá var það, að rússneska freigátan Diana flúði undan brezkum herskipum og leitaði hælis í japanskri höfn, Shimoda flóanum, um 80 míl- ur suður af höfuðborginni. Þarna gátu Rúss- arnir falið sig og voru öryggir fyrir eftirleitar- mönnunum, en ein af flóðbylgjunum frá lands- skjálftanum reif skútuna upp frá legufærun- um og fleytti henni langt upp á land með allri áhöfn og braut hana. Ekkert spurðist til þess- ara manna í heilt ár, en þótt Japanir fyrirlitu og hötuðu hvíta menn, voru þeir samt ákafir í að læra af þeim það, sem hægt var. Þeir rann- sökuðu nákvæmlega alla byggingu Díönu, not- uðu úr henni það sem hægt var, en eftirlíktu hitt, þannig byggðu þeir annað skip fyrir sjálfa sig, og á því hófu þeir hina fyrstu ferð sína út á úthafið, nokkrum árum seinna, og komust alla leið til San Francisco. Þetta varð upphafið að því, að Mutsu Ito keisari lét kjósa nefnd hinna vitrustu manna til að fara og kynna sér allar helztu framfarir hvítra manna, svo að Japanir gætu hagnýtt sér þær. Þeir áttu að íhuga hinar beztu endurbætur í hernaðartækni, menntun og iðnaði og jafnvel trúmálum. Japönsku sendimennirnir leystu störf sín vel af hendi, þeir mæltu með öllu því fullkomnasta hjá hverri þjóð, að trúmálum undanskildum, þeir sögðust hvergi hafa rekizt á neitt betra í þeim efnum, en það heimabrugg- aða. Japanir hafa orðið að þola margt mótlæti, en úr hverri raun koma þeir stæltari og sterk- ari. Þessi þjóð hefir vissulega margt sérkenni- legt og skemmtilegt í fari sínu, og á sitt hlut- verk að vinna á þessari jörð. En meðan það náttúrulögmál ríkir, að maður verði að éta aðra til þess að verða ekki étinn sjálfur, þá hljóta Japanir að verða hvítum mönnum hættulegir andstæðingar, og aldrei hefir hættan, sem af þeim stafar, verið meiri en einmitt nú. Eftir þá góðu aðstöðu, sem Japanir hafa nú þegar fengið, er hér um bil áreiðanlegt, að þeir verða ekki stöðvaðir, nema allar hvítar þjóðir taki hönd- um saman. Það stendur enn óhaggað sem Ballard aðmír- áll sagði fyrir mörgum árum síðan: „Til þess að sigrast á Japönum þar austur frá, þarf andstæðingaflotinn að vera að minnsta kosti þrisvar sinnum sterkari en sá, sem fyrir er til varnar. Engin þjóð, önnur en Japan, hefir aðstöðu til þess að hafa þarna fullkomna við- gerðarstöð fyrir stærstu herskip, 3—4 í einu, eða til að lyfta 100 smálesta fallbyssum, né til að framleiða nægilegt af svo stórum skotum, sem í þær þurfa, eða til að safna þeim milljónum smá- lesta af olíu, sem nauðsynlegt er í nýtízku sjó- hernaði. Án slíkra bækistöðva hlýtur að minnsta kosti þriðjungur andstæðinga flotans að vera óvirkur, langt í burtu frá ófriðarsvæðinu, með- an herskip þau, sem eru á staðnum, verða að minnsta kosti að vera helmingi fleiri, ef þau eiga að fá nokkru áorkað. Slíkur andstæðinga- floti, er hvergi til nú sem stendur". Meðan mannskepnurnar láta sér engar ógnir að kenningu verða, hvorki landskjálfta, flóð, fárviðri eða styrjaldarhörmungar, verður hið illa aldrei útrekið, nema með hrottalegum að- gerðum. Hættunni, sem stafar frá yfirgangi Jap-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.