Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 31

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 31
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11 Henry Hálfdánsson: JARÐSKJÁLFTARNIR MIKLU I Síðan augljóst varð, að Japanir ætluðu að nota tækifærið, sem yfirvofandi styrjöld gaf, til að breiða út ríki sitt með ofbeldi, hafa andstæð- ingar þeirra reynt að friða sjálfa sig með því, hve Japanir stæðu tæpum fótum, og hversu auð- velt það væri að leggja borgir þeirra í auðn með nokkrum loftárásum. Þetta virðast þó vera tál- vonir. Það hefir þegar sýnt sig, að þessar þjóðir hafa litla möguleika til að gera Japönum alvar- legar skráveifur með loftárásum, og þótt þær hefðu hinar beztu aðstæður til þess og notuðu þær til hlítar, þá er mjög ólíklegt að þeir, með margra ára árásum, gætu valdið eins miklu tjóni á japönskum borgum og jarðskjálftakipp- ur hefir gert þar á einu augabragði. Sú þjóð, sem kynslóð fram af kynslóð hefir orðið að sætta sig við það að reisa bæ sinn úr rúst að meðaltali sjöunda hvert ár, er ekki lík- leg til að falla í stafi, þótt yfir hana rigni sprengjum, sem hæpið er að varpað verði þjóð- inni að óvöru. Að minnsta kosti má ganga mik- ið á yfir Japan, ef það á að geta jafnast á við þau skelfilegu ósköp, sem dundu yfir þessar skínandi fögru eyjar á örfáum augnablikum, meðan klukkan sló tólf, fyrir 19 árum síðan. Það var fyrsta dag septembermánaðar 1923, sem þetta gerðist, og mun sá dagur lengi verða minnisstæður í annálum heimsins. Þá urðu í Japan landskjálftar svo miklir, að höfuðborgin og önnur stærsta verzlunarborgin, Tokyo og Yokohama, lögðust að mestu í rústir, og varð eyðileggingin svo yfirgripsmikil og ógurleg, að standa, gert að grundvallarreglu dagsins hin sígildu sannindi — nauðsyn heilbrigðrar sálar í hraustum líkama. Barátta, helguð slíkri hugsjón, hlýtur að verða sigursæl. JAPAN 1923 % það tekur fram öllu því, sem menn geta ímynd- að sér og verður ekki með orðum lýst. Þar sem ég, sem þetta rita, mun vera einn af þeim fáu Islendingum, eða kannske sá eini, sem horfði upp á þá viðurstyggð eyðileggingarinn- ar, sem þarna varð, vildi ég gjarnan gefa les- endum Sjómannadagsblaðsins nokkura hug- mynd um, hve náttúran lék Japan grátt í þetta skipti. Það hafa oft orðið miklir jarðskjálftar nær okkur en þetta, svo sem jarðskjálftarnir á Italíu og jarðskjálftinn mikli í Ölfusinu 1896. Ýmsar borgir við Kyrrahaf, svo sem San Francisco, Lima, Valparaiso og Manilla, hafa allar orðið fyrir stórskemmdum í jarðskjálftum. En í manna minnum og svo langt sem sögur ná, hef- ir ekkert náttúruafl valdið eins miklu óláni og þessi síðasti og versti jarðskjálfti í Japan. Ég var þá unglingur innan við tvítugt og há- seti á dönsku mótorskipi, sem heitir Nordbo, og var þá alveg nýtt af nálinni og í fyrstu ferð sinni út í hina víðu veröld. Það voru aðeins nokkrar vikur síðan það var afhent af skipa- smíðastöð Burmeister & Wain á Refshalaeyju sem stærsta skipið, er nokkru sinni hafði verið smíðað í Danmörku, og þar að auki var það á þeim tíma talið einna bezt útbúna mótorskip í heimi. Að ég komst í þetta mjög svo eftirsótta skiprúm, var mest að þakka tilviljun jafnframt góðvild í garð íslendinga af hálfu Jespsens ráðn- ingarskrifstofunnar í Kaupmannahöfn. Jafnskjótt og vistir höfðu verið teknar um borð, var siglt af stað til Hamborgar, þar sem gert var ráð fyrir að taka fyrsta farminn. Geng- ishrunið var þá í almætti sínu og mikil eymd hjá fólki. Frímerki á eitt bréf til Islands kost- aði fleiri milljónir marka. Vaktmaðurinn þýzki, sem hélt vörð um borð hjá okkur, hafði verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.