Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 30

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 30
10 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Með fundi þessum var endanlega lagður hyrningarsteinn að samtökum þeim um Sjó- mannadag í Reykjavík, er síðar hafa leitt hröð- um skrefum til hliðstæðra framkvæmda í ná- lega hverju fiskiþorpi landsins. Og þegar horft er í dag um öxl, yfir 5 ára starfsferil Sjó- mannadagsins, geta þeir, sem að málefni þessu hafa unnið, verið ánægðir með árangurinn. Dag- urinn hefir frá öndverðu notið alþjóðarhylli og orðið sjómannastéttinni allri til verðugs sóma. Formaður Sjómannadagsráðsins, Henrý Hálfdánsson, hefir árlega birt í Sjómannadags- blaðinu ítarlega greinargerð um starfsemi dags- ins, og hefur almenningi á þann hátt gefizt kostur á að kynnast því, hversu miðað hefur áfram í þessum efnum. Það var ljóst, þegar í upphafi, hverra vin- sælda dagurinn myndi njóta hjá þjóðinni al- mennt. Sú hylli hefur hvarvetna farið vaxandi með árunum, að hátíðahöld sjómanna eru nú orðin víðtækari en hina bartsýnustu óraði fjrir upphaflega. Blöð og útvarp hafa drengilega stutt að vinsældum dagsins með lofsamlegum ummælum um hann í ræðu og riti. Örðugleikar þeir, sem berjast varð við fyrst í stað í sam- bandi við einstaka dagskrárliði, eru nú horfnir að mestu. Þau dagskráratriði, sem frá öndverðu hafa sett svip sinn á daginn — hópganga sjó- mannanna, íþróttirnar og kvöldhófið — eru nú komin í fast og ákveðið form, sem gerir fram- kvæmdir allar í sambandi við dagskrána ör- uggari en áður. Sjómannadagurinn hefir hér í Reykjavík smám saman aflað sér þeirra muna, sem nauð- synlegastir eru við framkvæmd dagskrárinnar og sem ollu að sjálfsögðu talsverðum örðugleik- um fyrst í stað. Stærsta skrefið var stígið í þeim efnum á síðast liðnu ári með smíði kappróðra- bátanna fjögra, sem vígðir voru á síðasta Sjó- mannadegi. I baráttu sinni fyrir menningarmálum sjó- manna og kynningu stéttarinnar út á við, sem samkvæmt stefnuskrá dagsins er eitt af megin- viðfangsefnum hans, hefur mikið verk og gott verið leyst af hendi. Útgáfa Sjómannadags- blaðsins hefur frá öndverðu átt sinn þátt í því að kynna almenningi þau hugðarmál, sem eru sjómannastéttinni sameiginleg. Þá hefir dagur- inn og efnt til verðlaunasamkeppni um sérstak- an sjómannabrag og göngulag við hann. Kvæð- in, sem bárust, hafa síðan verið gefin út sér- prentuð, eins og kunnugt er. Stórfeldasta afrekið í sambandi við kynning- arstarfsemi Sjómannadagsins má þó hiklaust telja sýninguna, sem haldin var í Reykjavík árið 1939. Sýning þessi var opin fyrir almenn- ing um tveggja mánaða skeið og sóttu hana um 10 þús. gestir. Ríki og bær studdu drengilega þessa menningarviðleitni sjómanna með ríflegri fjárupphæð. Auk gildis þess í menningarlegum efnum, sem sýningin að sjálfsögðu hafði fyrir hina mörgu aðdáendur, gaf hún jafnframt tilefni til þess, að farið var í alvöru að ræða nauðsyn þess að koma upp stérstöku safni fyrir ýmsar verðmæt- ar minjar frá sjávarátvegi okkar og siglingum að fornu og nýju. Að tilhlutan Sjómannadagsráðsins voru framkvæmdir hafnar í þeim efnum og síðan 1939 hefur starfað að úrlausn þessa nauðsyn- lega máls fimm manna nefnd, skipuð tveim mönnum frá Sjómannadeginum, tveim frá Fiskifélagi Islands og einum skipuðum af at- vinnumálaráðherra. Fjárveiting hefir verið samþykkt af Alþingi málinu til styrktar, er nemur árlega 3500 kr. Sjómannadagurinn hefur þannig í fram- kvæmdum sínum reynzt hlutverki sínu trúr. Hann hefur sameinað undir merki sitt alla ís- lenzka sjómenn, sýnt þeim ótvírætt þá orku, sem bak við samtök þeirra býr, þegar samein- uðu átaki er beint að settu marki. Dagurinn er orðinn sjómannastéttinni hugþekkt tækifæri til að varpa um stund af sér þeim fjötrum, sem að jafnaði einkenna lífskjör þeirra í útlegðinni á höfunum. Hann hefir hjálpað þeim til að gleyma stundarkorn ömurleik þeirrar útlegðar í návist hjartfólginna ástvina og glaðværra starfsbræðra. Og á hljóðlátri minningarstund — helgaðri föllnum félögum — hefur hann óaf- máanlega gert þeim ljóst, hverjum fjölskyldu- böndum þeir raunverulega eru tengdir hver öðrum. Með baráttu sinni á sviði menningar- málanna og með þeim ótvíræða heiðurssess, sem íþróttunum hefir að jafnaði verið valinn á þess- um degi, hafa sjómennirnir, sem að honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.