Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 37

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 37
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 17 Sigurjón A. Ólaísson: SAMSTAR F Með stofnun Sjómannadagsins hófst nýr þáttur í samtökum sjómannastéttarinnar. Fyrsta atriðið sem markmið dagsins er: „að efla samhug meðal sjómanna og hinna ýmsa starfsgreina sjómannastéttarinnar“. Þetta hefir tekizt vonum framar. Menn hafa séð og reynsl- an hefir fært þeim sannin um, að sjómanna- stéttin sem heild á mörg hagsmuna og hugðar- mál, sem allir eiga að geta sameinast um. Skal nú bent á nokkur mál þessu til sönnun- ar. í byrjun styrjaldarinnar höfðu stéttarfélög sjómanna hér í Reykjavík, samvinnu um stríðs- áhættuþóknun og stríðstryggingu á öllum far- skipum. Þessum samtökum tókst þá, að ná þeim samningum, sem beztir voru þá taldir á norður- löndum. Fiskimenn togaranna héldu þó gömlu venjunni og samdi hvert stéttarfélag fyrir sig. Árangurinn varð því sá, að mikið ósamræmi skapaðist milli stéttanna og samningarnir urðu yfirleitt lakari fyrir sjómennina. Úr þessu var bætt við síðari samninga, sem gerðir voru, þar sem öll félögin stóðu sameinuð. Áhættusamning- arnir voru stórlega bættir og færðir til meira samræmis milli hinna ýmsu starfsgreina. Reynslan af þessu samstarfi hinna ýmsu starfs- greina sjómanna á þessu sviði, jafnt farmanna sem fiskimanna, hefir því tryggt þeim auknar tekjur og bætt lífskjör. Sjómenn víðs vegar um land hafa notið góðs af samstarfi félag- anna hér í Reykjavík, þar sem áhættuþóknunin er í raun og veru gildandi í framkvæmd fyrir alla sjómenn hvaðan af landinu sem þeir eru, ef þeir sigla til útlanda á annað borð. Annar ávöxtur samstarfsins er stríðsslysa- tryggingin. Ásamt áhættuþóknuninni var einn- ig samið um stórmikla hækkun á dánar- og ör- ana, verður ekki afstýrt, fyrr en þeir hafa verið afvopnaðir. En varanlegs friðar er ekki að vænta, fyrri en hugsjónir og góðvild fá að ráða. orkubótum. Umfram hina lögboðnu tryggingu skyldi greiða aðstandendum frá 12 þús. upp í 21 þús. kr., eftir f jölskyldustærð, í dánarbætur, og 22 þús. kr. í örorku sem hámark. Trygging þessi var með öðrum hætti á fiskiskipum (tog- urum), en var síðar samræmd með lögum 1940, þar sem sama trygging gildir fyrir fiskimann sem farmann, er ferst af stríðsvöldum. Á síð- ast liðnu ári hækkaði trygging þessi um helming, samkvæmt samningi milli stéttarfélaganna og útgerðarmanna dags. 29. apr. og 16. júlí s. 1. ár. Án samstarfs hefði þessi árangur ekki náðst. Þá er vert að minnast hinnar sameiginlegu baráttu-félaganna um aukin öryggisútbúnað á skipunum, er sigla á áhættusvæðum. Hafa félög- in fengið framgengt flestum þeim kröfum, er þau gerðu í þeim efnum, og hafa margar þeirra verið lögfestar með reglugerðum. Hitt er annað mál, að um framkvæmdirnar þykir nokkuð á skorta í vissum atriðum. Svo sem hleðslu skipa og ýmislegt fleira, sem ástæða er til að ráða bót á. Um siglingastöðvunina á sínum tíma mætti skrifa margt og mikið. En það eitt er víst, að hún var sameiginlegt átak allra stéttar- félaganna, og var af mestum hluta landsbúa tal- in sjálfsögð ráðstöfun, eins og á stóð. Ef til vill hefir hún komið í veg fyrir manntjón og skipa- missi í allstórum stíl, eins og viðhorfið um sigl- ingar til Bretlands var þá. Hin sorglega reynsla Færeyinga talar sínu máli um það. Allt, sem hér hefir verið dregið fram, er um samstarf á styrjaldartímum og sem vonandi stendur órofið til ófriðarloka. En eru ekki líkur til, að ófriðarástandið kenni mönnum, einnig að stríðinu loknu, að nauðsyn- legt sé fyrir sjómannastéttina að standa sam- einuð um sín hugðarmál, mál, sem allir geta verið sammála um, að ekki nái fram að ganga nema með sameiginlegu átaki. Hér skal bent á einstök atriði, sem blasa við. Hafin er fjársöfnun til elli- og hvíldarheim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.