Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Side 37

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Side 37
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 17 Sigurjón A. Ólaísson: SAMSTAR F Með stofnun Sjómannadagsins hófst nýr þáttur í samtökum sjómannastéttarinnar. Fyrsta atriðið sem markmið dagsins er: „að efla samhug meðal sjómanna og hinna ýmsa starfsgreina sjómannastéttarinnar“. Þetta hefir tekizt vonum framar. Menn hafa séð og reynsl- an hefir fært þeim sannin um, að sjómanna- stéttin sem heild á mörg hagsmuna og hugðar- mál, sem allir eiga að geta sameinast um. Skal nú bent á nokkur mál þessu til sönnun- ar. í byrjun styrjaldarinnar höfðu stéttarfélög sjómanna hér í Reykjavík, samvinnu um stríðs- áhættuþóknun og stríðstryggingu á öllum far- skipum. Þessum samtökum tókst þá, að ná þeim samningum, sem beztir voru þá taldir á norður- löndum. Fiskimenn togaranna héldu þó gömlu venjunni og samdi hvert stéttarfélag fyrir sig. Árangurinn varð því sá, að mikið ósamræmi skapaðist milli stéttanna og samningarnir urðu yfirleitt lakari fyrir sjómennina. Úr þessu var bætt við síðari samninga, sem gerðir voru, þar sem öll félögin stóðu sameinuð. Áhættusamning- arnir voru stórlega bættir og færðir til meira samræmis milli hinna ýmsu starfsgreina. Reynslan af þessu samstarfi hinna ýmsu starfs- greina sjómanna á þessu sviði, jafnt farmanna sem fiskimanna, hefir því tryggt þeim auknar tekjur og bætt lífskjör. Sjómenn víðs vegar um land hafa notið góðs af samstarfi félag- anna hér í Reykjavík, þar sem áhættuþóknunin er í raun og veru gildandi í framkvæmd fyrir alla sjómenn hvaðan af landinu sem þeir eru, ef þeir sigla til útlanda á annað borð. Annar ávöxtur samstarfsins er stríðsslysa- tryggingin. Ásamt áhættuþóknuninni var einn- ig samið um stórmikla hækkun á dánar- og ör- ana, verður ekki afstýrt, fyrr en þeir hafa verið afvopnaðir. En varanlegs friðar er ekki að vænta, fyrri en hugsjónir og góðvild fá að ráða. orkubótum. Umfram hina lögboðnu tryggingu skyldi greiða aðstandendum frá 12 þús. upp í 21 þús. kr., eftir f jölskyldustærð, í dánarbætur, og 22 þús. kr. í örorku sem hámark. Trygging þessi var með öðrum hætti á fiskiskipum (tog- urum), en var síðar samræmd með lögum 1940, þar sem sama trygging gildir fyrir fiskimann sem farmann, er ferst af stríðsvöldum. Á síð- ast liðnu ári hækkaði trygging þessi um helming, samkvæmt samningi milli stéttarfélaganna og útgerðarmanna dags. 29. apr. og 16. júlí s. 1. ár. Án samstarfs hefði þessi árangur ekki náðst. Þá er vert að minnast hinnar sameiginlegu baráttu-félaganna um aukin öryggisútbúnað á skipunum, er sigla á áhættusvæðum. Hafa félög- in fengið framgengt flestum þeim kröfum, er þau gerðu í þeim efnum, og hafa margar þeirra verið lögfestar með reglugerðum. Hitt er annað mál, að um framkvæmdirnar þykir nokkuð á skorta í vissum atriðum. Svo sem hleðslu skipa og ýmislegt fleira, sem ástæða er til að ráða bót á. Um siglingastöðvunina á sínum tíma mætti skrifa margt og mikið. En það eitt er víst, að hún var sameiginlegt átak allra stéttar- félaganna, og var af mestum hluta landsbúa tal- in sjálfsögð ráðstöfun, eins og á stóð. Ef til vill hefir hún komið í veg fyrir manntjón og skipa- missi í allstórum stíl, eins og viðhorfið um sigl- ingar til Bretlands var þá. Hin sorglega reynsla Færeyinga talar sínu máli um það. Allt, sem hér hefir verið dregið fram, er um samstarf á styrjaldartímum og sem vonandi stendur órofið til ófriðarloka. En eru ekki líkur til, að ófriðarástandið kenni mönnum, einnig að stríðinu loknu, að nauðsyn- legt sé fyrir sjómannastéttina að standa sam- einuð um sín hugðarmál, mál, sem allir geta verið sammála um, að ekki nái fram að ganga nema með sameiginlegu átaki. Hér skal bent á einstök atriði, sem blasa við. Hafin er fjársöfnun til elli- og hvíldarheim-

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.