Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 25

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 25
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5 Grímur Þorkelssort: Heimili fyrir aldraða sjomenn Veturinn 1939 tilnefndi Sjómannadagsráðið nokkra menn, til þess að gera tillögur um, hvert vera skyldi höfuðmarkmið og viðfangsefni sjó- mannadagsstarfseminnar á komandi árum. Þessir menn urðu ásáttir um að leggja til við Sjómannadagsráðið, að starfsemi dagsins skyldi einbeitt að því, að koma upp dvalar- eða hvíld- arheimili fyrir uppgjafa sjómenn. Ákveðnar tillögur um þetta mál voru lagðar fyrir fund í fulltrúaráði Sjómannadagsins 1939, og eru þær prentaðar í Sjómannadagsblaðinu, sem út kom sama ár. Fulltrúaráðið ákvað að láta málið bíða betri tíma, þar sem fjárhagur Sjómannadags- ins var ekki kominn í það horf, að fært þætti að leggja nokkuð að ráði fram af tekjum dags- ins til þessa málefnis. Fram undan var þá einn- ig að kaupa nýja kappróðrabáta, sem áætlað var að kosta myndu mörg þúsund krónur. Á fulltrúaráðsfundi Sjómannadagsins, 1. marz s. 1., var þetta sjómannaheimilismál tekið fyrir á dagskrá aftur, og með því að fjárhagur dagsins þótti kominn á allgóðan grundvöll þá, og hinn mikli stofnkostnaður við bátakaupin o. fl. að fullu greiddur, var samþykkt að beita sér fyrir því af alefli að koma þessu heimili upp svo fljótt sem auðið væri. Var síðan skipuð nefnd til þess að hrinda málinu eitthvað áleiðis. Nefndarmenn ákváðu þegar að hefja fjársöfn- un til stuðnings málinu, og stendur hún nú yfir. Fulltrúaráð Sjómannadagsins stendur ein- huga á bak við hugmynd þessa og ætlar sér að hrinda henni í framkvæmd, en í þessu fulltrúa- ráði eiga sæti fulltrúar frá flestum, eða öllum, stéttarfélögum sjómanna í Reykjavík og Hafn- arfirði. Hér er því ekki um duttlunga örfárra manna að ræða, heldur er þessi fagra hugmynd runnin undan rifjum sjómannanna sjálfra og framkomin fyrir þeirra tilstilli. Má því fylli- lega gera ráð fyrir, að þeir liggi ekki á liði sínu í þessu máli, en veiti því allan þann stuðning, sem þeir mega, bæði beint og óbeint. Það liggur í augum uppi, að ákjósanlegt væri, að geta dregið upp fyrir almenningi sem skír- asta mynd af þessu fyrirhugaða sjómannaheim- ili. Sömuleiðis væri æskilegt, ef hægt væri, að gera einhverja grein fyrir því, hvað fyrir mönn- um vakir um rekstrarfyrirkomulag þess og til- högun í stórum dráttum. En því miður er þetta ekki hægt á þessu stigi málsins, því þessi atriði hafa ekki verið rædd til neinnar hlítar, en verða það auðvitað með tíð og tíma, eftir því sem málinu miðar áleiðis. Nokkrum atriðum má þó óhætt treysta í sam- bandi við þessa fyrirhuguðu stofnun. Það mun til dæmis ekki vera meiningin að hóa inn á heimili þetta sem flestum sjómönnum, eftir að þeir komast yfir visst aldurstakmark. Hug- myndin er ekki heldur fram komin vegna þess, að sjómennirnir séu þreyttari en aðrir lands- menn og þurfi því að komast á hvíldarheimili í stórhópum, þegar aldur færist yfir þá. Nei, það eru aðrar og eðlilegri orsakir, sem bak við hug- myndina liggja. Stofnunin hlýtur að geta orðið hentugur og geðfelldur staður fyrir menn, sem búnir eru að stunda sjómennsku í mörg ár og hvergi eiga sér athvarf, þegar kraftarnir taka að þverra. Stofnun sem þessi væri líka vafalaust alveg tilvalinn staður fyrir uppgjafa sjómenn, sem vel gætu greitt fyrir sig dvalarkostnaðinn sjálf- ir, en sem einhverra hluta vegna hefðu ekki völ á umönnun góðra vina, eða nákominna vanda- manna, hin síðustu æfiár. Óhætt mun að gera ráð fyrir því, að reynt verði að koma upp vinnustofu í einhverri mynd í sambandi við heimilið. Um væntanlegt fyrir- komulag eða starfrækslu slíkrar vinnustofu hefir þó ekkert verið ákveðið, en aðalatriðið er, að uppgjafa sjómenn gætu fengið tækifæri til að dunda við einhverskonar störf, hver eftir sínum vilja og getu. Sjómönnum hlýtur öllum að vera metnað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.