Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 35

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 35
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 15 * það, að sum hús, sem ekki hrundu, höfðu færzt til um tvo metra, þar sem þau stóðu. Um borð í skipunum fannst mönnum kipp- irnir vera líkastir því, er skrúfan sleppir vatni í öldugangi og tekur til að hamast í lausu lofti. Mikið af fiski drapst við jarðskjálftana og flaut hann dauður uppi. Þar sem flóðbylgjan var mest, náði hún allt að 12 metra hæð, og var svo kröftug, að hún fleytti stórum fiskiskipum langt upp á land. Sums staðar olli flóðið meira tjóni en jarð- skjálftarnir. Þó mun eldsvoðinn hafa valdið mestu fjárhagslegu tjóni. Flest húsin í Tokyo og Yokohama voru lítilfengleg tréhús. Þegar jarðskjálftinn kom, var fólk víðast hvar að elda mat, en það var þá nær alls staðar gert í opnum hlóðum, þannig að viðarkolum var kynnt í þar til gerðum stokkum á miðju gólfi. Þegar húsin hrundu, kviknaði strax í hinu eldfima efni, afleiðingin varð stærsti bruni, sem sögur fara af, og er ólíklegt að nokkurn tíma eigi eftir að sjást annar eins. Hér átti það við, sem Matthías Jochumsson orti um jarðskjálftann í Messina: Sá dynur, sá hvinur! Á hálfri mínútu hrynur borg eftir borg með ódæma org. En utar frá hafinu drynur í hafgerðingum. Og hrönnin blá sem heljar-veggur stígur úr sjá. Og meðan í rústunum bál við bál brennir og steikir og pínir, mátt sinn ei minni sýnir; hún hvolfir úr sinni heiftarskál, og heljar-fádæmin krýnir. Við jarðskjálftana tók botninn í Sagami Nadi flóanum miklum breytingum, sums staðar svo að munaði allt að 400 metrum, gjár, sem mynd- uðust á landi, voru sumar margir kílómetrar að lengd. Eftir því sem næst verður komist, munu um 150,000 manns hafa beðið bana, eða ekki komið í leitirnar eftir jarðskjálftann, -álíka margir hlutu líkamleg meiðsli án þess að það leiddi þá til dáuða. Samkvæmt opinberum tilkynningum, fórust í Yokohama 26,723 en særðust, en í höfuðborginni Tokyo fórust 60,120 menn, en 15,700 særðust. Eignatjónið varð alveg gífurlegt og metið á 4,586 milljónir dollara. Tala húsa, sem eyðilögð- ust á jarðskjálftasvæðinu, var þessi: 128,266 hús hrundu tii grunna en 126,333 skemmdust mjög mikið, 447,128 hús brunnu til ösku, og 868 skoluðust burt í flóðinu. 1 heimsblöðunum var sagt, að japanski flot- inn hefði að mestu leyti eyðilagst í jarðskjálft- unum. „Svo mæla börn sem vilja“, en þar sem við komum í Japan, var ekki að sjá neinn hörgul á herskipum. Jarðskjálftar hafa tíðkast í Japan frá ómuna tíð. Sá fyrsti, sem sögur fara af, varð um 300 ár fyrir Krists fæðingu. Þá er sagt, að hið undurfagra eldfjall Fujiyama hafi risið upp úr sléttum flötunum, þar sem það stendur nú, og að þá hafi einnig Biwa vatnið, sem er á stærð við Þingvallavatn, myndast ná- lægt Kioto, þar sem áður var þurrt land. Vilji maður ekki trúa þessum elztu munn- mælasögnum, þá er alveg óhætt að trúa skýrsl- um um jarðskjálfta, sem komið hafa síðan á sjöttu öld, og þeir hafa bæði verið margir og ægilegir. Síðustu 15 aldirnar er talið, að í Japan hafi komið 149 eyðileggjandi jarðskjálftar, eða mikill jarðskjálfti 10. hvert ár. Það voru nokkrir Jesuita-munkar, sem fyrst- ir hvítra manna fluttu fregnir af jarðskjálft- um í Japan. Þeir sögðu frá jarðskjálftanum, sem varð á dögum Hideyoshi, herkonungsins mikla, sem stjórnaði Japan líkt og Napoleon Frakklandi. Hann átti von á sendiherra frá Kína. Frá sér numinn af hrifningu yfir virð- ingu þeirri, sem þetta mikla keisaraveldi sýndi honum, bjó hann sig til að taka á móti sendi- manninum með þeirri viðhöfn, sem sæmd hans hæfði. Hann byggði fagra höll, með stórfengleg- um viðhafnarsal. Þúsund menn voru önnum kafnir dag og nótt við að reisa hana. Munk- arnir, sem þekktu hallir Rómaborgar, sögðu að þær kæmust ekki í hálfkvisti við þessa móttöku- höll Hideyoshi, sem hátt og lágt var skreytt út- flúri úr skíru gulli. En svo kom hinn ægilegi jarðskjálfti 1596, sem í einni svipan jafnaði hallir Hideyoshi við jörðu. Munkarnir lýstu jarðskjálftanum þannig: Þá kom jarðskjálfti svo skelfilega ógurlegur, að það var eins og allir árar Helvítis hefðu losnað, því að honum fylgdu svo mikil vein og læti,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.