Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 59

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 59
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39 dauðaeinkenni (stirðnun, líkblettir o. fl.) eru ekki komin í ljós. Lífgunartilraununum er haldið áfram þar til líf kemur í ljós og maðurinn er farinn að anda af sjálfsdáðum, en mjög er það misjafnt, hve fljótt líf kemur í ljós, þegar árangur verður af tilraununum. Oft tekur lífgunin ekki nema 20— 30 mínútur-', en stundum miklu lengri tíma, eins og nú skal frá sagt með dæmi úr daglega líf inu: „Sjómenn, sem voru að fara til róðra seinni hluta vertíðar 1926, sáu, er þeir komu niður á bryggjuna einn morguninn, mann morrandi í kafi skammt undan. Náðu þeir honum brátt með krókstjökum og kom þá í ljós, að þetta var unglingsdrengur þaðan úr verstöðinni. Síðar fréttist, að hann hefði farið að heiman árla morguns, til þess að safna lifur við bryggjurn- ar, eins og þá var títt um drengi í verstöðinni. Mun hann hafa verið einsamall á bryggju þess- ari, fallið í sjóinn, og enginn séð, er slysið varð. En hve lengi hann hefir legið þannig í sjónum getur enginn borið um. Þótt sjómennirnir, sem náðu drengnum, teldu hann dauðan, þar sem engin lífsmörk voru á honum að sjá, þótti þeim ráðlegra að láta lækni vita um slysið og fóru með drenginn heim til héraðslæknisins, er bjó þar skammt frá. Læknirinn byrjaði þá samstundis að fram- kvæma lífgunartilraunir á drengnum. Hélt hann fyrst í stað áfram með tilraunirnar í rúma klukkustund, en ekkert sjáanlegt líf kom í ljós. Hlustaði hann þá drenginn og varð þess þá var, að veikt líf var að byrja að vakna hjá sjúklingnum. Tók hann þá enn til óspilltra mál- anna og skiptist á við annan mann um að fram- kvæma tilraunirnar. Loks er 11/2 stund var liðin, eða 21/o klukkustund frá því að tilraun- irnar hófust, fór drengurinn að anda, fyrst mjög óreglulega, en af sjálfsdáðum eftir 3—31/£ kl.st. Náði hann brátt fullri heilsu. Auk öndunartil- rauna var dælt inn hjartaörfandi lyfjum“. Frásögn þessa hefi ég fengið staðfesta af við- komandi lækni, sem er héraðslæknir í einni af stærstu verstöðvum landsins. Má glöggt af þessu dæmi marka, hve nauð- synlegt það er að hætta ekki lífgunartilraunun- um of fljótt, eða eins og ráðlegt er í flestum kennslubókum um lífgun að halda tilraununum Myndin sýnir lífgunaraðferð þá, sem nefnd er eftir Holger Nielsen og nú er kennd víðast hvar, t. d. í Sjó- mannaskólanum, námskeiðum Slysavarnafélagsins og ýmsum öðrum námsk. Á myndinni sést og aðstoðarmað- ur, sem nuddar líkama sjúklingsins. látlaust áfram í 4—5 klukkustundir, ef þær bera. ekki árangur fyrr. Þrátt fyrir það, þótt fleiri sjómenn læri nú lífgunartilraunir en nokkurntíma áður, verður enn að herða róðurinn, svo að allir sjómenn fái lært lífgun og leitist við að halda við þeim fróð- leik sínum, þótt skólanum sleppi. Yndið mesío Vísur þessar hefur Geir Sigurðsson sent blað- inu til birtingar. Um höf, er ekki kunungt. Að láta skríða lagar fríðan héra í kalda þíðum þangs um mó þykir lýðum, yndi blíðast vera. Að ríða stinnum reiða linna um strindi og kyssa tvinna fríða fold flestir inna sé ei minna yndi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.