Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 34

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 34
Þetta sama kvöld brast á mikill útsynnings stormur. átti að herða. Þegar ísa leysti, héldu öll skip Spán- verja á brott nema þrjú, sem leituðu hafnar á Reykjarfirði á Ströndum, og stunduðu hvalveiðar þaðan, það sem eftir var sumarsins. Fyrst munu öll skipin hafa legið á Kjörvogi, rétt innan við Gjögur, en þegar líða tók á sumarið færði stærsta skipið sig inn á Naustavíkina, sem er beint á móti þar sem nú er síldarverksmiðjan á Djúpuvík. Skipstjóri á því skipi, var ungur maður, hið mesta hraustmenni og syndur sem selur. Hét hann Marteinn (Martin de Villa Franca) á hans skipi var 33 manna áhöfn, en á hinum skipunum sem voru minni, var 25 manna áhöfn á hvoru skipi fyrir sig. Skipstjórar á þeim hétu: Pétur (Pedro de Aguirre) og Stefán (Stephan de Telleria) Jón lærði segir, að skipstjórarnir á smærri skipunum og þeirra menn hafi verið vel þokkaðir af Strend- um, en skipverjar Marteins verið illa liðnir. Sam- lag var á milli skipanna og áttu skipstjórar hlut í hvors annars afla, en Marteinn þó hlut mestan. Veiddu skipin þarna samtals 11 stóra hvali, en mistu einnig 11, svo veiðin virðist hafa verið hálfu oftar sýnd en hún var gefin. Ýmsar gripdeildir höfðu Spánverjar í frammi og stálu af búfé bænda, en eftir frásögn Jóns lærða, telur hann Stranda- menn hafa haft góðan hag af viðskiptunum við Spánverja, sem oft greiddu vel fyrir sig með hval og seldu þeim ýms verkfæri. Sagt er, að íslenzkur maður, hafi rotað einn af mönnum Marteins með steinshöggi, um sumarið, en Marteinn séð svo um, að engin illindi yrðu útaf því, bendir það til þess, að hann hafi álitið manninn falla óhelgan, enda ólíklegt, að íslend- ingur gerði slíkt nema hann ætti sér mikils í að hefna, við annað eins ofurefli og var við að etja. Að öðru leiti er ekki talið, að upp úr hafi soðið milli Strandamanna og Spánverja um sumarið, fyr en daginn áður en skipin ætluðu að leggja af stað heimleiðis. Það var 20. september, sem skipin voru ferðbúin. Um daginn fór Marteinn með nokkrum af skipverjum sínum yfir að prestsetrinu Árnesi og heimtaði sauðfé af prestinum, séra Jóni Gríms- syni, til ferðarinnar. í óprentuðu handriti, presta- sögum Jóns Halldórssonar (bls. 175, 4to) segir þannig frá þessu: „ . . . þar fyrir hótaði captainen og lét tilbúa snöru út á skipi sínu til að hengja sr. Jón við seglrána, nema hann léti sitt kvikfé, so prestur varð að lofa upp á æru sína og trú, þó fyrir annara meðalgöngu, að það skyldi að morgni komið verða. En herrann leyfði ei lengur hegning- arlaust þessum reyfurum þeirra ofsa og yfirgang, so gjörði um nóttina það áhlaupaveður að sleit upp skip þeirra og brotnuðu; komust þeir á land og voru hér um veturinn, hlupu um Stranda- og ísafjarðarsýslur með ránskap, þjófnaði og öðrum strákaverkum, hvörja sýslumaðurinn Ari Magnús- son í Ögri lét með mannfjölda þar fyrir drepa, og var dæmt á alþingi gjört til landhreinsunar og þetta íllþýði réttilega straffað.“ Þetta sama kvöld brast á mikill útsynnings byl- ur, íshroði, sem var í utanverðu Reykjafirði, rak undan storminum á skip þeirra Stefáns og Péturs. Skip Stefáns sleit fyrst upp og barði stormurinn því og ísnum við hitt skipið, þangað til það sökk með öllum farminum, en áhöfnin öll bjargaðist yfir á Péturs skip en það rak upp á Gjögrana og brotnaði þar sundur í miðjunni, sökk frampartur- inn en skuturinn stóð á nesinu. Allir bátar sem voru við skipin eydilögðust en áhafnirnar björg- uðust í land við illan leik, en þrír drukknuðu. Þeim tókst að bjarga 17 byssum sínum óskemmdum með tilheyrandi og átta byssum votum og brák- 14 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.