Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 45
TBríj
M.b. Isleifur í slipp í Hafnarfirði.
® faetur. Faðir minn þekkti heimafólk og var okk-
Ur strax boðið til borðstofu. Var nú farið að síga
æði mikið úr fötum mínum, því að rigning hafði
hætt með birtingunni, ég fór því aðeins úr sokka-
pfoggum, en svo kalt fannst mér í baðstofunni, að
e§ skalf er ég hafði verið þar inni skamma hríð.
Engin var þarna upphitun, utan ein olíuvél og
var okkur hitað kaffi og borið hagldabrauð með.
Sótti nú á mig svefn svo mjög, að ég bað um að
meiga halla mér afturábak á rúmið, sem ég sat á.
■^kki stóð á því, en ekki var mér boðið undir
Sseng, eða neitt ofan á mig, enda varð líðan mín
eftir því. Ég mókti nokkrar mínútur í einu, en
hrökk svo upp skjálfandi með kuldahroll svo
mikinn, að ég varð að bíta tönnunum eins fast
saman og ég gat svo glamrið í þeim heyrðist ekki.
^ótti mér ekki karlmannlegt að láta heyra slíkt
fif mín inni í húsi. Fór svo að lokum, að ég tók
þann kost, að vera á rölti það sem eftir var dags,
og sá ég, að faðir minn neyddist að gera slíkt hið
sama. Ekki var hægt að hreyfa sig til ferðar þann
dag, en í birtingu daginn eftir lægði og gerði
bezta veður. Við fengum beitu á um 15 lóðir þarna
á staðnum og lögðum svo af stað að vitja lóðanna.
Eingin sími var þarna og gátum við ekkert látið
um okkur vita, enda vorum við hiklaust taldir
af, manna á milli á ísafirði. Við sigldum þægileg-
ann byr á miðin, drógum lóðimar og „beittum út“
þ. e. a. s. við fórum með lóðirmi, tókum fiskinn,
settum beitu á önglana og rendum lóðinni jafn-
óðum niður aftur. Er því var lokið héldum við
til lands og ákváðum að vera í Arnardal á meðan
við hefðum leguna. Þar fengum við ágætar við-
tökur, var borið á borð fyrir okkur fullt fat af
nýslátruðu dilkakjöti og súpu á eftir. Hvorki fyr
né síðar man ég eftir að hafa borðað með slíkri
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 25