Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 58

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 58
Sœotur. „BRIM" Sönn frásögn úr íslenzku sjávarþorpi Tröllauknar haföldur geistust í jötunmóði upp í víkina. Það var ekki hálffallið að, og þó gekk brimlöðrið langt upp fyrir stórstraums flóðborð í fjörunni. Elztu menn mundu ekki eftir öðru eins, hvað myndi verða um háflóð? Menn hugsuðu með ugg og kvíða til þeirrar stundar. Hús víkurbúa flestra stóðu á æfagömlum malarkambi, er hafði myndazt smámsaman fyrir atbeina og átök gamla Ægis. En fyrir ofan hafði myndast, í lægð sem þar var, slímug og óhrein tjörn með hálf söltu vatni morandi af alskyns skorkvikindum, man ég ekki eftir að hafa séð fjölskrúðugra safn af alskyns ormum, pöddum, bjöllum og ótölulegum aragrúa af margskonar kvikindum, sem engin kunni að skilgreina né nafn gefa. Húsin stóðu semsagt á Kambinum og allar líkur bentu til, að hinar ógur- legu hamfarir höfuðskepnanna, myndu færa mikið af þessum húsum, verbúðum, beitningarskúrum, skipum og fl. upp í þessa dásemdartjörn. Þetta var seinni part vetrar, allir þeir vélbátar, sem ekki höfðu verið settir upp á þurt land og legið höfðu á legunni, höfðu vrið fluttir í öruggari höfn. En hurð hafði skollið nærri hælum, menn höfðu með harmkvælum og lífsháska loks komist fram í bát- ana og náð að komast inn fyrir nesið áður en mestu ósköpin dundu yfir. Það 'var aftaka norðan garð- ur með hörkufrosti, en ekki samfelld hríð, menn hömuðu sig í skjóli hvar sem skjól var að fá. Þeir voru hættir að tala saman, aðeins horfðu og horfðu út í svartann og hið óskaplega brimrót. Það var eins og hinar ægilegu hamfarir hefðu eitthvað seiðandi aðdráttarafl. Þetta var svo mikilfenglegt og stórkostlegt, ólíkt öllu því sem þeir höfðu heyrt og séð. Einhver hafði heyrt, að verið væri að safna mönnum til að reyna að bjarga bátunum, löðrið var þegar farið að sleikja í kringum suma þeirra. Nýir hópar af mönnum komu á vettvang, þeir stóðu við „vinduskansana,“, löðrið sleikti um fæt- ur þeirra, nú hlupu þeir á vindurnar þrír og fjórir á hverja álmu, 3 skinnklæddir menn hlupu niður að einum bátnum. Einn lagði fyrir, hinir hlupu hver að sinni skorðu og báturinn mjakaðist upp á við, fet fyrir fet, alveg upp að vindunni. Síðan var honum ráðið til og annar kom í hans stað. Þetta var allstaðar gert þar sem því varð við komið, ef hlunnar voru vel smurðir, gátu menn hlaupið með vinduásana. Nú voru þrír og fjórir bátar bundnir við hverja vindu eins og gripir við jötu, en vindan var rambyggilega fest niður með grjóti. Nam nú skutur bátanna lítið eitt framar en gaflar húsa og verbúða, einstaka salthús og önnur geymsluhús stóðu þó nær sjónum og voru þá oft- ast nær smáuppfyllingar frammaf, sem kallaðar voru „plön“. Klukkan var að verða 9, það var ekki mjög dimmt, því að tungl var fullt þó þess gætti ekki mikið í þessu veðri. Það hefir víst haft stöðu næst jörðu, enda þótt menn gætu ekki með fullri sanngirni kennt því um þessi ósköp. Fólk sem bjó í húsum, sem talin voru í mikilli hættu, flutti úr þeim. Eg var á 8. árinu er þetta gerðist, og fylgdist af brennandi áhuga með öllum hernaðaraðgerðum, ég átti sem sé heima í fremstu víglínu. Húsið sem foreldrar mínir bjuggu í var afarlangt og mjótt, náði yfir allann Kambinn þversum, þ. e. a. s„ snéri öðrum stafni á haf út eða bátavörinni og hinum að hinni frægu óþrifa tjörn. Það var stúkað í þrennt og bjuggum við í þeim hlutanum sem næst vissi að sjónum. Hús þetta var allt úr timbri, upphaf- lega byggt sem verbúð og að öðrum þræði notað sem slíkt, en stundum er húsnæðisvandræði voru, sem raunar var alltaf, voru loftin upp yfir beitn- ingaskúrunum leigð. Sjómönnum, er stundum höfðu allstóra fjölskyldu í þessari fjögurra staf- gólfa kytru. Foreldrar mínir bjuggu þama með fjögur börn og var ég elstur. Ryndi ég nú af fremsta megni að hlusta á mál manna og mynda mér skoðun á ástandinu .Faðir minn kom inn um klukkan 10 um kvöldið með heljarstórann járn- 38 sjomannadagsblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.