Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 28
Ragnar
Þorsteinsson:
*
A
Hjörleifshöfða,
hjá
fornum
bautasteinum
Þsir, sem láta sér nægja að sjá Hjörleifshöfða
úr fjarlægð, þegar þeir þjóta fram hjá fljúgandi,
siglandi eða akandi, vita fæstir, að þarna uppi á
há Höfðanum er að finna merkilegt mannvirki,
engu síður heillandi en hið dýrðlega útsýni til
hafsins og öræfanna, sem þarna gefur að líta.
Þeim er einnig fæstum kunnugt, að þarna á
efstu brún Höfðans er að finna veglegan hvílu-
stað eins merkasta bændaöldungs seinni ára og
grjótorpið liði fyrsta landnáms mannsins.
Við hina brimsollnu suðurströnd íslands, eru
víða eyðisandar, myndaðir af framburði jökul-
vatna, eldgosum og foki. Ein slík eyðimörk er
Mýrdalssandur. Þar framarlega á miðjum sandi,
stendur fjall eitt mikið og frítt, eins og vinji í
eyðimörk, eða eyja græn úr hafi. Þetta er gamall
öldubrjótur, frá þeim tíma er særinn sleikti jökul-
rætur. Er landið reis aftur úr sæ, greru þarna
skógar miklir og engi. Þá hafði fjallið sem Hjör-
leifur Hróðmarsson nam land við, ekki mikla
hagnýta þýðingu, utan að vera vegvísir eða kenni-
leiti sæförum er að landi komu. Enn þann dag í dag
gegnir hann þeirri skyldu í tvöfaldri merkingu.
Er þurrviðri og norðanátt er, stendur sandkófið
framyfir sanda og á haf út og hylur ströndina
sjónum þeirra er framhjá fara, eða fiskveiðar
stunda með ströndinni. Þá gnæfir Hjörleifshöfði
oft upp úr kófinu og ber þá hæzt varðan mikla á
toppi hans.
Einnig geymir hann við rætur sínar, talandi
vott um mannkærleika og fórnfýsi í garð þeirra
8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ