Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 38
Glæsilegir skipstjórnarhæfileikar
Þegar hinn mikli „nýsköpunar“-togari „Jón
forseti", kom til Reykjavíkur, úr söluferð til Eng-
lands 12. apríl s. 1., voru liðnar þrjár klukkustund-
ir skemur en 15 sólarhringir, frá því skipið hafði
fyrst lagt af stað héðan, út í þá veiðiför, sem lauk á
svo skömmum tíma. Skemmri, en menn höfðu get-
að látið sér detta í hug, að þyrfti til að veiða í
jafnstórt skip, sigla til Englands, landa þar og selja
aflann, með þeirri viðdvöl, sem því er samfara,
halda svo aftur heim hingað, en hér hófst veiðiferð-
in. Skipstjóri sá, er setti þetta glæsilega met, er
Markús Guðmundsson, sem fyrir skömmu hefir
tekið við skipsstjórn af föður sínum, Guðmundi
Markússyni, eins af merkustu og fengsælustu skip-
stjórum togara flotans.
Guðmundur Markússon átti sextugs afmæli 20.
febrúar s.l., hans mun ætíð verða minnst, sem af-
burða fiskimanns og fyrir það hvað hann hefir
verið með afbrigðum gætinn og góður sjómaður.
Hann lét aldrei neina mínútu hjá sér fara til spillis.
Hjá honum fylgdist að bæði kapp og forsjá og
aldrei hefir hann hent neitt óhapp á sjó, en mikil
gipta fylgt störfum hans. Guðmundur hóf
ungur sjósókn, fyrst á þilskipum, en réðist 1913 á
togarann Jón forseta, fyrsta togarann, er smíðaður
var fyrir Islendinga, eign fiskiveiðahlutafélagsins
Alliance h.f., fyrst hjá Jóni Sigurðssyni skipstjóra
frá Blómsturvöllum og síðan hjá Gísla Þorsteins-
syni skipstjóra.
Árið 1919 tók Guðmundur sjálfur við skip-
18 SJÓMAN nadags BLAÐIÐ