Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 51
dýpri eða 0,77 m. Borðin voru ,,saumuð“ saman
ur augum og þéttuð. Götin eftir saumana voru
á 7—8 cm millibili. Aðrir hlutar bátsins voru úr
eik, elri, aski og heslivið. Með stýrisárinni og hin-
um 0,5 breiðum árum, sem voru 1 m á lengd, var
Alsbáturinn knúinn áfram. Menn geta sér til, að
áhöfnin hafi verið 24 manns. Þyngd bátsins með
útbúnaði og áhöfn hefur því verið áætluð 2640 kg.
-A-f vopnafundunum hafa menn ráðið, að Alsbátur-
inn hafi verið grafinn sem þakkarfórn til guðanna
eftir einhverja sigursæla orustu á 4. öld fyrir Krist.
Plinius (d. 79 e. Krist) talar um skip þau, er
Bretar notuðu í 6 daga ferðir til tinflutninga, að
súðir þeirra hafi verið „fléttaðar (úr greinum) og
saumað um þau með leðri“. Apollinarius Sidonius
(á 5. öld e. Krist) lýsir skipum engilsaxneskra
sjóræningja á svipaðan hátt.
Elztn árar sem fundist hafa hjá
Davensee Holstein.
Rakhnífur frá bronceöld með ágröfnum tveimur skipa-
myndum, fundinn í Schleswig-Holstein.
Um sjö til átta öldum yngri en Als-báturinn er
bátur, sem fannst á Halsnö á Hörðalandi í Noregi.
Járn finnst þar heldur ekkert í samskeytum þess.
Borðin eru fest eða „saumuð“ saman með þykkum
tjörguðum þræði. Frá sama tíma er báturinn
frá Nydam, sem fannst árið 1863 í þurru
mýrlendi við Sundewitt gengt eyjunni Als í
Eystrasalti. Engelhardt, norskur prófessor, fann
bátinn við uppgröftur. Lengd Nydamsbátsins var
22,84 m á milli stafna. Hver borðstokkur var 21,38
m á lengd. Um miðju, þar sem báturinn var breið-
astur, mældist hann vera 3,26 m á breidd. Á dýft
var hann miðað við neðra borð kjalar 1,04 m.
Nydamsbáturinn var súðbyrtur eikarborðum, sem
voru hnoðuð saman með járngöddum og þéttuð.
Borð skipsins voru fest saman með járnhnoð-
um. En á borðunum innanverðum voru höggnir
út stallar, sem voru bundnir með basttaugum við
rengur skipsins. Fimmtán þóttur voru í skipinu
og sátu tveir ræðarar á þóftu eða 30 talsins.
Ræðararnir gátu róið bæði áfram og aftur á bak
án þess að snúa sér við, því að keiparnir, sem
voru bútar höggnir úr víðitré með einum kvisti
(sem var áraþollurinn) voru aðeins bundnir ofan
á borðstokkinn, og þannig var fljótlegt að leyst
þau og binda þau aftur öfugt, ef skyndilega þurfti
að breyta um stefnu og róa í öfuga átt.
I Nydamsskipinu voru upphaflega 19 rengur,
en því miður var stjórnborðshliðin, sem lá upp,
mjög sködduð. Kjöltréð var 14,30 m langt og um
hálfan metra á breidd. Á þykktina var það 7 cm
miðskips, en tvöfalt breiðara til stafnanna. Stýrið
var 3,20 m á lengd, skóflulagað og fest stjórn-
borðsmegin aftur við skut. Þegar stýrimaður sat
við stýri, hefur hann snúið baki að bakborða
(þar af nafnið bak-borði).
Á slíkum róðrarskútum sigldu Engilsaxar til
Englands 449 e. Krist, lögðu undir sig austurhluta
þess og stofnuðu Saxa-ríkin; Essex, Wessex,,
Sussex, Norfolk og Kent. Geta má þess, að 18.
júlí 1949, eða þúsund árum síðar, lagði „víkinga-
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31