Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 23
Prófessor dr. Richard Bec\:
Sjómannaskáldið Örn Arnarson
Siglinga- og sjómannaljóð Arnar Arnarsonar
skálds (Magnúsar Stefánssonar) hafa aflað honum
slíkrar lýðhylli, að hann hefir um annað fram
verið talinn skáld sjómanna. Er það mjög að verð-
leikum, þó að fleiri séu fletirnir á auðugri skáld-
gáfu hans, og önnur ljóð hans, svo sem kímni-
kvæði hans, eigi einnig sinn drjúga þátt í víðtæk-
um vinsældum hans. í þessari stuttu greinargerð
verður þó aðeins svipast um af nokkrum kenni-
leitum í siglinga- og sjómannaljóðum hans, enda
a Það efni sérstaklega heima í málgagni íslenzkra
sjómanna.
Nánum tengslum sínum við hafið og djúpstæðri
ást sinni á því lýsir Örn skáld fagurlega í eftirfar-
andi ljóðlínum úr hinu snilldarlega kvæði hans,
»Þá var ég ungur“.
Ut við yztu sundin
— ást til hafsins felldi —
undi lengstum einn,
leik og leiðslu bundinn.
Og hann slær oft á sömu strengina annarsstaðar
1 Ijóðum sínum. Glöggum myndum er t. d. brugðið
UPP í þessum hringhendum, er jafnframt bera
órækan vott fágætri rímleikni hans:
Liggur blár í logni sær,
lítill gári steina þvær,
úfin bára byrðing slær,
boðinn hár til skýja nær.
Syngur klóin, kveður röng,
kyngisjóar heyja þing,
klingir glóhærð kólguþröng
kringum mjóan súðbyrðing.
Hressilega túlkar skáldið hreystihug allra
sannra sjómanna í eftirfarandi ferskeytlu, og þá
um leið heilbrigt horf við lífinu, þegar á móti blæs
og öldur andstreymis rísa, enda mun þar speglast
karlmannleg lífsskoðun sjálfs hans:
Þó að Ægir ýfi brá,
auki blæinn kalda,
ei skal vægja undan slá
eða lægja falda.
Hvergi hefir Örn þó náð betur í strengi sína
seiðmagni hafsins yfir hugum manna heldur en
í hinni léttstígu og yndislegu vísu sinni „Sigling“,
þar sem eldar útþrár og ævintýraþrár loga undir:
Hafið, bláa hafið hugann dregur.
Hvað er bak við yztu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður vegur.
Bíða mín þar æskudrauma lönd.
Beggja skauta byr
bauðst mér ekki fyrr.
Bruna þú nú, bátur minn.
Svífðu seglum þöndum,
svífðu burt frá ströndum.
Fyrir stafni haf og himininn.
Og hafið hafði eigi aðeins seitt Örn til sín þegar
á æskuárum og gert hann elskhuga sinn til dag-
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 3