Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 37
vegin yfir sundið. Kolniðamyrkur var, svo ekki sá
handa skil nema þegar lýsti af eldingu. Sýnir þetta
bezt hvaða ofurkapp var í liðinu. Tóku þeir hús
a Spánverjunum, þar sem þeir sátu og ornuðu sér
við eld, og hófst þar æðisgenginn bardagi er stóð
þar til dagur rann.
Gekk illa að vinna Spánverjana inn í bæn-
um því þeir vörðust bæði af harðfengi og
list og varð að rjúfa allann bæinn yfir þeim til
að vinna þá. Þegar bjart var orðið og þó margir
ófallnir, var Magnús sonur sýslumannsins feng-
inn til að vinna á þeim með byssu, og virðist sem
Islendingum hafi ekki verið tamt, að nota það
vopn.
Vörn Spánverjanna var viðbrugðið, en eng-
m miskunn var sýnd, og þeim ekki heldur sem Ari
vildi grið veita, eins og Marteini skipstjóra, er unn-
m var á sundi og Marteini meinlausa er skriðið
hafði undir kú um nóttina og ekki bar hönd fyrir
höfuð sér, var hann síðastur drepinn hinna spönsku
manna.
Spánverjar þeir sem hér um ræðir voru ekki
neinir bjargarlausir skipbrotsmenn er flýðu á
náðir landsmanna, heldur velvopnaðir yfirgangs-
menn er töldu sér alla vegi færa og sezt höfðu að
a beztu bæjum og lífsbjörgum landsmanna sjálfra.
Þegar Vestfirðingar réðust til atfarar við þá
voru þeir ekki að ráðast á garðinn þar sem hann
var lægstur. Spánn var er þetta skeði, mesta
stórveldi heimsins, er skaut öðrum þjóðum skelk
í bringu. Það var ekki langt síðan að hinn „ósigr-
andi“ floti þeirra ætlaði að sigra England, og um
þetta leiti höfðu þeir sett her á land í írlandi.
„Flavit Deus, et, dissipati sunt“ — „Guð sendi
storminn og sundraði þeim“. Er grafið á sigur-
merki Englendinga frá þessum tíma. Það er ekki
ósennilegt, að eitthvað svipað hafi forfeður okkar
við Djúpið hugsað. En eitt er víst, ag það er margt
sem bendir til þess, að Spánverjarnir hefðu notið
hér fullra griða ef þeir strax hefðu gengið lands-
mönnum á hönd og engan óskunda gert. En eins
°g málum var komið var ekki um neina völ nema
aö þola hverskonar svívirðingar möglunarlaust
eða draga sverðið og láta gilda lands lög og rétt.
En þegar á annað borð er farið að beita vopnum
bíður einn ósóminn öðrum heim, og hinir miskunn-
arlausu aðfarir ísfirðinganna við Spánverjana, líka
bá, sem gáfust upp, sýnir bezt hvað grimmdin getur
verið mikil, líka hjá hversdagslega gæfum mönn-
um, ef hefndaþorsti þeirra er vakinn.
Sigling
Við ýtum frá landi á örlitlu fleyi
örugg, því byrinn er leiþandi’ um ver.
Hve indcelt að berast um öldunnar vegi,
í algleymi fagnaðar hugurinn er.
sviflétt á bárum um sólfagran geim.
Um silfurbjart hafið, á seglunum þöndum,
Svellur á þeipum, og brestur í böndum
er berumst sem fuglinn á vœngjanna sveim.
0, fjöllyndi scer, þú sem huga minn hrifur
heillandi breytileg öll er þín mynd.
Er bárurnar örlítil bátþcena þlýfur
og bregður á leiþ eins ag fagursköpt hind.
Er brunar mitt fley yfir báruna þalda
byrinn er Ijúfur og seglin við hún,
svtfandi stefni á sjóndeildar brún.
þá svellur mitt blóð eins og sjávarinsalda
Ég sé upp til landsins, það sveipast 't móðu
svipmiþið fagurt, og hrífandi bjart.
Tindarnir snceþöþþtu glitrandi glóðu
glampandi sólin þá þlceðir í sþart.
/ /
Olaf'ta Arnadóttir.
Þeir sem þarna áttust við, hinir spönsku hval-
veiðimenn annarsvegar og útvegsbændur og sjó-
menn á Vestfjörðum hinsvegar, hafa að öllum lýk-
indum, verið með fremri athafna og mannskaps-
mönnum á þessum viðsjáverðu tímum, hvorum-
tveggja aldir upp við harðneskju og erfiða aðstöðu
og báðir fullir þjóðarmetnaðar.
Þessir aðiljar báðir, hefðu getað orðið hver
öðrum að miklu liði eins og á stóð, báðum aðiljum
til gagns og blessunar, en úlfuð og tortryggni eyði-
lagði alla möguleika fyrir friðsamlegu samkomu-
lagi. Það er gamla sagan, sem alltaf endurtekur
sig í samskiftum manna og þjóða, þar sem engir
eru til að bera klæði á vopnin.
H. H.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 17