Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 50
Dr. Haye-W. Hansen:
Skipasmíðar og siglingar til forna
Venjulega er talið, að Norðmenn hefji land-
nám á Islandi árið 874. Þá gekk fyrsti víkingurinn,
Ingólfur Arnarson, hér á land, sem nú er Reykja-
vík. I Landnámu greinir frá landnámi íslands,
þegar norrænir höfðingjar réðust í áhættusamar
siglingar á súðbyrtum víkingaskipum (knörrum)
yfir hafið. Aður en rætt verður um víkingaskip-
in, skal stuttlega minnzt á þróun skipasmíðinnar
á forsögulegum tíma.
Ef litið er á lag árarinnar einnar, þá er langt
þróunartímabil á milli hinnar klunnalegu, sleifar-
löguðu árar (Paddu) frá miðri steinöld (10000—
8000 f. Krist), en hana fann þýzki prófessorinn dr.
Schvantes við Duvenvatn í héraðinu Lauenburg
í Holsetalandi og lýsti henni fyrstur manna (mynd
1), eða hinnar sleifarlöguðu árar, sem Daninn
Holmgaard fann í Maglemose í Danmörku, og til
stýrisárar Asubergsskipsins norska. En Asuberg
er, sen kunnugt er, kennt við Ásu drotningu, móð-
■ur Hálfdanar svarta, og er álitið, að hún sé þar
haugsett. Hér verður ekki farið nánar út í að lýsa
eintrjáningum frá yngri steinöld (3500—1800 fyrir
Krist), sem fundizt hafa í Sviss og við Bodenvatn.
Bergristurnar í Bohuslén-héraði í Vestur-Sví-
þjóð, einkum á svæðinu milli Tanum og Ström-
stað fyrir norðan Gautaborg, sýna margar myndir
af skipum með háum stöfnum, sem oft eru prýdd-
ir dýratrjónum, og sumar myndirnar eru af skip-
um með segli og árum. Á myndinni frá bronsöld
hinni síðari (uml200—800 f. krist), er oft áhöfn
þessara skipa líka teiknuð með einföldum strik-
um. Bergristur þessar sanna oss, að miðað
við þá tíma, hafi sigling með ströndum
fram þegar verið iðkuð með allgóðum útbúnaði.
En engir bátar hafa þó enn fundizt frá svo göml-
um tíma. Skipið, sem fannst árið 1921 í mýri í
nánd við (Hjortspring) á Als, hefur þó auðsjáan-
lega verið gert eftir skipamyndunum á bergrist-
unum frá bronsöld.
Kjölur þessarar tegúndar skipa nær langt aftur
af skut og fram af stefni, eins og kjálki á sleða, til
viðnáms í árekstri og eins til hagræðis við
að setja skipin ofan og upp. Þessi gerð minnir á
teikningarnar af hinum skelþunnu skipum frá
bronsöld.
Við uppgröft, sem stóð yfir í 90 daga og stjórn-
að vara af danska fornminjaverðinum Rosenberg,
á vegum Þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn,
kom í ljós bátur úr fimm borðum úr bindivið, og
mun báturinn upphaflega hafa verið um 15,30 m
á lengd. Því miður skemmdist hann af skóflu-
stungum á báðum stöfnum við uppgröftinn.
Breiddin miðskips mældist vera 1,92 m, en dýpt-
in aðeins 0,68 m, til stafnanna var báturinn aftur
30 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ