Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 47
Katla.
efni, 0g sama er að segja um allar framfarir í
heiminum. Það er endalaus barátta hjá öllum þjóð-
Um> að fullkomna stöðugt þau tæki, sem líf þjóð-
anna byggist á. Þær staðreyndir, sem snúa að ís-
fenzku þjóðinni, eru meðal annars þær, og sem
forráðamenn íslenzku þjóðarinnar verða að gera
ser ljóst, að bráðum verða þessi skip, sem nú eru
ný eða nýleg, orðin úrelt. Dettur svo nokkrum í
hug, að það dugi nokkrum að lifa í fortíðinni, og
hæla sér stöðugt af stórum og góðum fiskiflota,
sem er til orðinn aðeins vegna ófyrirsjáanlegra
stríðsatvika. Hvað myndu hinir nýju togarar vera
margir nú, ef armur síðasta stríðs hefði ekki náð
til okkar? Ég er hræddur um, að þeir hefðu ekki
verið margir. En það er ekki hæg að byggja til-
veruna á stríði, eða stríðsafleiðingum. Þjóðirnar
verða að leggja grundvöllinn að lífsafkomu sinni
með frið í huga, og þær verða að gera sér ljóst,
að kyrrstaða er ekki til, heldur stöðug fram þró-
Um, meiri tækni, meiri afköst, betri framleiðsla,
stöðugt fullkomnari og betri tæki, til lands og
sjavar. Þetta er krafa nútímans. Þeir sem ekki geta
eða vilja skilja þetta, eru ófrávíkjanlega á flæði-
skeri staddir. Þetta, sem sagt er hér að framan,
snertir í aðalatriðum eins og sjá má, fiskiflotann.
Lítum við á siglingar flotann, er að vísu sömu
sjón að sjá. Gömlu skipin eru sem óðast að hverfa,
sum urðu stríðinu að bráð, sum höggvin upp eða
seld úr landinu. Ný og fögur skip hafa komið í
staðinn, en um aukningu á skipastólnum hefur
svo gott sem, ekki verið að ræða. Óskandi væri
að Islendingum skyldis það, að með aukningu sigl-
ingaflotans, myndi aðstaða okkar sem frjáls þjóð
batna að mun. Því hefur verið haldið fram, að
við getum ekki keppt við aðrar þjóðir með okkar
skipum, ef að við ættum þau, og er þá æfinlega látið
fylgja með, að kaupgjald sé svo hátt á íslenzkum
skipum, að sá atvinnurekstur geti ekki þrifizt.
Góð meðmæli með íslenzkum farmönnum, sem eins
og aðrir sjómenn, eru skjallaðir einu sinni á ári,
(á sjómannadaginn), kallaðir hetjur hafsins, og
fleiri gælunöfnum, til hvers veit ég ekki. Alla aðra
daga ársins er tönglast á því, að við höfum of hátt
kaup o. s. frv. Sannleikurinn er sá, að íslenzkir
farmenn hafa, svo eitt dæmi sé nefnt, fullkomlega
helmingi lægri laun heldur en Amerískir farmenn.
Ekki dettur þó Ameríkumönnum í hug, að stöðva
siglingar sínar af þeim orsökum. Svo er það ekki
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 27
L