Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 55
1
röðum áhorfenda á Sjómannadaginn.
Jsmunum norskum allt fram á síðustu aldir eins
°g sjá má á norsku deild Þjóðminjasafnsins, sem
Norðmenn færðu íslendingum að gjöf.
Árið 1935 fann danskur lyfsali, Helweg Mikkel-
sen að nafni, víkingaskip við Kesteminde, kennt
við Ladby. Þar var súðbyrt eikarskip og var kjöl-
tréð í þverskurð að sjá eins og T í lögun, þ. e.
snarmjókkaði, þegar að kjölbrún dró. Á haug-
hotninum mátti sjá för eftir eitthvað 2000 hnoð-
nagla, og sýndu þeir greinilega stærð og bygging-
ariaS skipsins. Engar leifar eða menjar um siglu
®ða kjölstokk fyrir siglutré fundust í skipinu, en
1 skipshliðunum fundust þó nokkrir járnhringir,
sem bentu til að hliðarstög hefðu verið fest í þá.
Skipig, sem kennt er við Ladby (Hlaðbæ), hefur
bví auðsjáanlega líka verið með siglu og rásegli,
en það er talið vera frá 10. öld.
Víkingaskipin frá Gauksstað, Ásubergi og Hlað-
eru merkulegustu skipafundir úr fornöld. Á
þessum dauðaskipum fór sál hins dauða tignar-
manns eða tignarkonu til Heljar, eða dauðraríkis-
1115 > og minnir það á grísku sögnina um Charon
sem ferjaði sálir hinna framliðnu til undirheima
yfir ána Styx.
Eins og áður er drepið á, voru víkingaskipin
ágæt sjóskip. Á hinum súðbyrtu knörrum lögðu
þeir á úthöfin og fundu Færeyjar (820), ísland
(867), Grænland (877) og Vínland (árið 1000). Á
Islandi og Grænlandi numu menn síðan land og
um tíma Norður-Ameríku. Helluland (Labrador),
Markland (Nýfundnaland) og Vínland (Nýja-
Skotland), urðu mönnum fyrst kunn af siglingum
Leifs heppna og Þorfinns karlsefnis. Sonur Þor-
finns, Snorri, er fyrsti Islendingurinn og fyrsti
Evrópumaður, sem fæddur er á amerískri grund.
Norrænir víkingar lögðu af stað úr norskum eða
íslenzkum höfnum í erfiðar og fífldjarfar sjóferðir
yfir úthöfin. Eftirkomendur þeirra hafa líka
getið sér mikið frægðarorð fyrir góða sjómennsku
á öllum höfum heims. Ósk mín er sú, að frægðar-
orð þeirra haldist á heimshöfunum og að þeirra
góðu sjóskip skili æ hinum norrænu sjógörpum
heilum í höfn.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35