Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 42
og hafði oft fengið vont á sjó með honum, en
aldrei séð honum fatast stjórnin, og þó að mér
fyndist hann gera nokkuð miklar kröfur til litlu
fleytunnar okkar í þetta skifti, ákvað ég að fást
ekki um hvað sem á dyndi. Eg þóttist vita, að
komið væri hádegi, það tafði mikið, að þurfa að
beita oft upp í til að verjast áföllum, og ég gat að-
eins grilt í fjöll einhverstaðar út í sortanum, því
að sýni var mjög slæmt. Það var komin úrhellis-
rigning líka. Sjólagið var nú öllu verra, orðinn
tvísjóa, austan aldan sem lagði frá „ströndinni“
gat verið hættuleg ef hún lifti undir bátinn að
aftan um leið og hann þurfti að liftast vel að fram-
an. Mér fannst hann ganga heldur innar á með
vindinn og hætti nú að harma það, að beitt var
nærri. Við höfum sennilega haft stefnu fyrst laust
við „Vigur“, en nú þótti mér líklegt að stefnan
léti nærri á miðjan Seyðisfjörð. Allt í einu slóst
fokkan, ég snéri mér fram, en um leið buldi á
mér sjógusa svo að ég hefði slengst aftur á mið-
þóftu, ef ég hefði ekki náð taki yfir um mastrið.
Ég saup kveljur, ískaldur sjórinn þrýsti sér undir
sjóhattinn, niður um hálfsmálið og niður eftir
baki og brjósti. Ég leit aftur er ég hafði hóstað og
ræskt mig og skældi mig eitthvað sem átti að vera
bros og horfði framan í föður minn eins og ég
vildi segja: „er ég ekki líka karl í krapinu". En
hafði mér brugðið ónotalega er brotið skall yfir
mig, þá brá mér nú hálfu ver, er ég mætti stál-
bláum hörðum augum föður míns, „austu“, sagði
hann, það var eins og hann hefði skyrpt út úr sér
hagli. Ég tók viðbragð hvern þremilinn var ég
líka að hugsa, báturinn var hérumbil þóftufullur
af sjó, ég jós eins hart og mikið og mér var unt
og hafði á skömmum tíma þurkað fleytuna. Föður
mínum hafði tekist að verjast áfalli á meðan, með
því að sníðskera ölduna með hægri ferð. Við
héldum á stað aftur, nú hafði sá gamli aðra aðferð
lét stundum brotin brjóta fyrir framan og hélt
upp í á meðan, eða þá hann sigldi liðugra til að
sleppa framhjá á undan brotinu. Oft hef ég hugs-
að um það síðan hve mikla snilli og nákvæmni
hafi þurft til að halda þessari litlu skel ofansjáfar
í þessu veðri, þeim varð þetta að list, sem eingöngu
stunduðu sjó á þessum minstu fleytum. „Æfingin
gerir meistarann“ segir máltækið. Áfram var hald-
ið, ýmist hoppaði og skoppaði skektan á fleygi ferð
á öldutoppunum eða hún lónaði rólega uppað
vindi. Heldur dró úr öldunni er innar kom í djúp-
ið og var þá Vigur og Ögurnes farið að taka úr,
en jafnframt herti vindinn og var fast að roki,
þurfti ég nú alltaf að vera að taka „spritið“ úr
og að lokum tókum við það alveg og höfðum
aðeins horn af fokkunni. Fór svo að okkur bar að
landi rétt austan við Kambsnes, var hvergi lend-
andi á þessum slóðum í þessari átt og því ekki
um annað að gera en taka barning yfir fjarðar-
mynnið og lenda í „Fætinum“. Við settumst undir
árar, veðrið var beint á móti með þessarri stefnu
og gekk hvorki né rak eða svo fanst mér að minsta
kosti, klukkutíma eftir klukkutíma börðum við
svona rennvotir af sjó og svita, eitthvað mjakaðist
því að smátt og smátt dró úr öldunni og skektan
hætti að höggva eins mikið, var nú komið myrkur
svo svart, að ekki sá handa sinnar skil. Ég vissi
að faðir minn var þaulkunnugur á þessum slóðum
og því ekkert að óttast með landtökuna, enda lent-
um við seint um kvöldið í vörunni, og var ég
að minnstakosti búin að fá alveg nóg af þessum
barningi. Fólk var allt gengið til náða er við höfð-
um brýnt bátnum undan sjó og var því ekki ann-
að til ráða en að liggja í hlöðu, enda hefir faðir
minn víst verið það kunnugur, að hann hefir vel
vitað að síst myndi kaldara í hlöðunni en í íbúð-
arhúsinu. En það reyndist nú svo að hlaðan veitti
aðeins skjól gegn rigningunni, en ekki gegn storm-
inum því það næddi alstaðar í gegnum hana. Við
reyndum að narta í nesti okkar í myrkrinu, sem
var svo svart og þykkt að skera hefði mátt með
hníf. Það var reglulegt haustmyrkur. Ekki var
vottur af hita í heyinu og var ekki laust við að
við hörmuðum það eins illa og við vorum til reika.
Það sló svo að föður mínum að hann fékk köldu
og glömruðu tennurnar í munni hans, og ástand
mitt var litlu betra. Eftir á að gizka klukkutíma,
sagði faðir minn, að rétt myndi að líta eftir bátn-
um því aðfall var er við komum. Ég bauðst
til að fara því að ég vissi að líðan hans var ekki
góð, setti á mig sjóhattinn og þreifaði mig í áttina
að vindauganu. „Gáðu að þér að detta ekki í bæj-
arlækinn“, sagði faðir minn um leið og ég hvarf
út fyrir. Ég hafði aldrei komið þarna á æfi minni
fyr, en fannst að ég hlyti að geta þreifað mig nið-
ur að sjónum. Ég færði annann fótinn gætilega
fram fyrir hinn og allt gekk vel, ég hélt báðum
höndum framundan mér eins og blindur maður,
vindinn hafði heldur hægt en það rigndi mikið,
eins og helt væri úr fötu. Allt í einu var eins og
fótunum væri kippt undan mér og ég vissi ekki
fyr en ég lá endilangur á grúfu í bæjarlæknum.
22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ