Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Síða 51

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Síða 51
dýpri eða 0,77 m. Borðin voru ,,saumuð“ saman ur augum og þéttuð. Götin eftir saumana voru á 7—8 cm millibili. Aðrir hlutar bátsins voru úr eik, elri, aski og heslivið. Með stýrisárinni og hin- um 0,5 breiðum árum, sem voru 1 m á lengd, var Alsbáturinn knúinn áfram. Menn geta sér til, að áhöfnin hafi verið 24 manns. Þyngd bátsins með útbúnaði og áhöfn hefur því verið áætluð 2640 kg. -A-f vopnafundunum hafa menn ráðið, að Alsbátur- inn hafi verið grafinn sem þakkarfórn til guðanna eftir einhverja sigursæla orustu á 4. öld fyrir Krist. Plinius (d. 79 e. Krist) talar um skip þau, er Bretar notuðu í 6 daga ferðir til tinflutninga, að súðir þeirra hafi verið „fléttaðar (úr greinum) og saumað um þau með leðri“. Apollinarius Sidonius (á 5. öld e. Krist) lýsir skipum engilsaxneskra sjóræningja á svipaðan hátt. Elztn árar sem fundist hafa hjá Davensee Holstein. Rakhnífur frá bronceöld með ágröfnum tveimur skipa- myndum, fundinn í Schleswig-Holstein. Um sjö til átta öldum yngri en Als-báturinn er bátur, sem fannst á Halsnö á Hörðalandi í Noregi. Járn finnst þar heldur ekkert í samskeytum þess. Borðin eru fest eða „saumuð“ saman með þykkum tjörguðum þræði. Frá sama tíma er báturinn frá Nydam, sem fannst árið 1863 í þurru mýrlendi við Sundewitt gengt eyjunni Als í Eystrasalti. Engelhardt, norskur prófessor, fann bátinn við uppgröftur. Lengd Nydamsbátsins var 22,84 m á milli stafna. Hver borðstokkur var 21,38 m á lengd. Um miðju, þar sem báturinn var breið- astur, mældist hann vera 3,26 m á breidd. Á dýft var hann miðað við neðra borð kjalar 1,04 m. Nydamsbáturinn var súðbyrtur eikarborðum, sem voru hnoðuð saman með járngöddum og þéttuð. Borð skipsins voru fest saman með járnhnoð- um. En á borðunum innanverðum voru höggnir út stallar, sem voru bundnir með basttaugum við rengur skipsins. Fimmtán þóttur voru í skipinu og sátu tveir ræðarar á þóftu eða 30 talsins. Ræðararnir gátu róið bæði áfram og aftur á bak án þess að snúa sér við, því að keiparnir, sem voru bútar höggnir úr víðitré með einum kvisti (sem var áraþollurinn) voru aðeins bundnir ofan á borðstokkinn, og þannig var fljótlegt að leyst þau og binda þau aftur öfugt, ef skyndilega þurfti að breyta um stefnu og róa í öfuga átt. I Nydamsskipinu voru upphaflega 19 rengur, en því miður var stjórnborðshliðin, sem lá upp, mjög sködduð. Kjöltréð var 14,30 m langt og um hálfan metra á breidd. Á þykktina var það 7 cm miðskips, en tvöfalt breiðara til stafnanna. Stýrið var 3,20 m á lengd, skóflulagað og fest stjórn- borðsmegin aftur við skut. Þegar stýrimaður sat við stýri, hefur hann snúið baki að bakborða (þar af nafnið bak-borði). Á slíkum róðrarskútum sigldu Engilsaxar til Englands 449 e. Krist, lögðu undir sig austurhluta þess og stofnuðu Saxa-ríkin; Essex, Wessex,, Sussex, Norfolk og Kent. Geta má þess, að 18. júlí 1949, eða þúsund árum síðar, lagði „víkinga- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.