Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Side 28

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Side 28
Ragnar Þorsteinsson: * A Hjörleifshöfða, hjá fornum bautasteinum Þsir, sem láta sér nægja að sjá Hjörleifshöfða úr fjarlægð, þegar þeir þjóta fram hjá fljúgandi, siglandi eða akandi, vita fæstir, að þarna uppi á há Höfðanum er að finna merkilegt mannvirki, engu síður heillandi en hið dýrðlega útsýni til hafsins og öræfanna, sem þarna gefur að líta. Þeim er einnig fæstum kunnugt, að þarna á efstu brún Höfðans er að finna veglegan hvílu- stað eins merkasta bændaöldungs seinni ára og grjótorpið liði fyrsta landnáms mannsins. Við hina brimsollnu suðurströnd íslands, eru víða eyðisandar, myndaðir af framburði jökul- vatna, eldgosum og foki. Ein slík eyðimörk er Mýrdalssandur. Þar framarlega á miðjum sandi, stendur fjall eitt mikið og frítt, eins og vinji í eyðimörk, eða eyja græn úr hafi. Þetta er gamall öldubrjótur, frá þeim tíma er særinn sleikti jökul- rætur. Er landið reis aftur úr sæ, greru þarna skógar miklir og engi. Þá hafði fjallið sem Hjör- leifur Hróðmarsson nam land við, ekki mikla hagnýta þýðingu, utan að vera vegvísir eða kenni- leiti sæförum er að landi komu. Enn þann dag í dag gegnir hann þeirri skyldu í tvöfaldri merkingu. Er þurrviðri og norðanátt er, stendur sandkófið framyfir sanda og á haf út og hylur ströndina sjónum þeirra er framhjá fara, eða fiskveiðar stunda með ströndinni. Þá gnæfir Hjörleifshöfði oft upp úr kófinu og ber þá hæzt varðan mikla á toppi hans. Einnig geymir hann við rætur sínar, talandi vott um mannkærleika og fórnfýsi í garð þeirra 8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.